Fréttasafn: september 2006

Fyrirsagnalisti

Rannsókna- og þróunarsetrið Akureyri

Fréttabréf frá Akureyri - 28.9.2006

Nýlega bættust fjórir nemendur í rannsóknatengdu meistaranámi við fiskeldishóp Rf á Akureyri og stunda þau öll nám við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. Þetta eru þau Rut Hermannsdóttir, Bjarni Jónasson og G.Stella Árnadóttir, sem öll luku BS prófi frá Auðlindadeild Háskólans á Akureyri s.l. vor, og Eyrún Gígja Káradóttir sem lauk BS prófi frá Háskóla Íslands s.l. vor.

Meistaravörn 3. október - 27.9.2006

Þriðjudaginn 3. október n.k. mun Runólfur Guðmundsson verja meistaraverkefni sitt, ,,Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi”.  Vörnin fer fram í húsnæði Verkfræðideildar Háskóla Íslands (VRII), Hjarðarhaga 6, stofu V-158 og hefst kl. 13.45. 

Þátttakendur á Chill-on fundi í Rvík 22 sept. 2006

Fundur í Chill-on verkefninu - 26.9.2006

Dagana 21-22 september s.l. var haldinn á Rf fundur í Evrópuverkefninu Chill-on, sem er stórt samþætt verkefni sem hófst nú í sumar. Verkefnið er styrkt af ESB og nemur styrkurinn alls um 9,8 milljónir Evra og er umfang þess alls um 15,1 m. Evra eða um 1,4 miljarðar íslenskra króna.

Verkefnisfundur Seabac í Reykjavík

Fundur á Rf í Seabac - hluta SEAFOODplus - 25.9.2006

Í síðustu viku var haldinn tveggja daga fundur hér á Rf í einum hluta SEAFOODplus klasaverkefnisins. Um er að ræða verkefnið Seabac, sem er eitt af fjórum flokkum sem heyra undir þriðju stoð (3.rd pillar) Sfplus.

Neytendakönnun á Rf

Viltu smakka fisk? - 22.9.2006

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) er að leita að fólki til að taka þátt í neytendakönnunum á fiski. Kannanirnar verða gerðar um miðjan október og standa fram í nóvember næstkomandi.

Nýir starfsmenn á Rf - 21.9.2006

Tveir starfsmenn tóku til starfa á Rf fyrr í þessum mánuði, annar í Reykjavík en hinn á Höfn í Hornafirði. Björn Þorgilsson mun starfa á Umhverfis- og gæðasviði Rannsóknarsviðs Rf og Guðmundur Heiðar Gunnarsson á Höfn í Hornafirði.
Vísindavaka Rannís

Rf tekur þátt í Vísindavöku Rannís 2006 - 20.9.2006

Föstudaginn 22. sept. stendur Rannís fyrir s.k. Vísindavöku - – stefnumóti við vísindamenn í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Rf verður með og ætlar að kynna hvernig hægt er að nota skynfærin í vísindum.

Matís ohf stofnað - 14.9.2006

Í dag var tilkynnt um stofnun nýs hlutafélags, Matís ohf, en í því sameinast þrjár ríkisstofnanir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti (MATRA) og loks Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar. Frá þessu er greint á vef sjávarútvegsráðuneytisins.
Nýtt tæki á Rf: Ernst Schmeisser og tæknimaður

Ný tæki á Rf skapa tækifæri til rannsókna á nýjum sviðum - 14.9.2006

Rf hefur fest kaup á tækjabúnaði sem vonast er til að geti opnað fyrir möguleika á nýjum rannsóknarverkefnum, bæði innlendum og erlendum. Stefnt er að því að byggja upp nýtt rannsóknarsvið á Rf í kringum tækjabúnaðinn og hefur erlendur sérfræðingur verið ráðinn til að leiða það starf.
fiskur á pönnu

Fiskirí: Glæsilegt framtak til að reyna að auka fiskneyslu - 13.9.2006

Um næstu helgi, 15. - 17. sept. verður slegið upp mikilli fiskiveislu á um 80 veitingastöðum út um allt land, og er ætlunin að hvetja bæði unga og aldna til að fara út að snæða sjávarafurðir meðan á hátíðinni stendur. Um er að ræða sérstakt átaksverkefni á sjávarútvegsráðuneytisins í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara á Íslandi. Óhætt er að hvetja landsmenn til að skella sér í fjörið!

Síða 1 af 2

Fréttir