Fréttasafn: ágúst 2006

Fyrirsagnalisti

Vædderen

Kafað í hafið í leit að nýjum lyfjum? - 30.8.2006

Margir Danir fylgjast nú af áhuga með leiðangri danska varðskipsins Vædderen, sem Íslendingar þekkja vel, enda hefur skipið haft reglulega viðkomu á Íslandi á undanförnum árum á leið sinni til og frá Grænlandi. Skipið er nú í átta mánaða vísindaleiðangri, sem nefnist Galatha 3 verkefnið, þar sem siglt er umhverfis jörðina og ýmsar rannsóknir gerðar.

Prokaria

Starfsfólk Rf í heimsókn í Prokaria - 25.8.2006

Fyrirtækið Prokaria bauð starfsmönnum Rf að heimsækja fyrirtækið í dag til að kynna fyrir þeim starfsemina sem fram fer að Gylfaflöt í Grafarvogi, en eins og áður hefur komið fram hér á síðunni mun sérstakt fyrirtæki í eigu Rf fljótlega taka yfir erfðagreininga- og ensímsvið Prokaria.

Judith Reichert

Góður gestur kveður Rf - 17.8.2006

Rf hefur tekið virkan þátt í menntun nemenda á háskólastigi hér á landi um all langt skeið, t.d. fer B.S. nám í matvælafræði við H.Í. að hluta til fram á Rf og fastir kennarar H.Í. í matvælavinnslu og verkfræði eru með aðstöðu á Rf. Mörg verkefni í framhaldsnámi nemenda í matvælafræði, iðnaðarverkfræði og sjávarútvegsfræðum eru einnig unnin á og styrkt af Rf. Þá hafa á undanförnum árum nokkrir ungir, erlendir vísindamenn einnig dvalið tímabundið við starfsþjálfun hér á Rf. Einn slíkur, Judith Reichert frá Þýskalandi, lýkur tæplega hálf árs dvöl sinni á Rf í dag.

Ungt fólk að snæðingi

Verkefni á Rf kynnt á Norrænum Næringarráðgjafadögum - 14.8.2006

Dagana 9. - 12. ágúst var haldin norræn ráðstefna hér á landi á vegum Nordisk Dietistförening, en það eru samtök norrænna næringarfræðinga/ráðgjafa. Á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var Emilía Martinsdóttir, deildarstjóri á Rf.  

Fréttir