Fréttasafn: júlí 2006

Fyrirsagnalisti

María Guðjónsdóttir í Nottingham

Ungur vísindamaður frá Rf vakti athygli í Nottingham - 24.7.2006

Dagana 16.-19. júlí var ráðstefnan The 8th International Conference on The Application of Magnetic Resonance in Food Science haldin í Nottingham í Englandi. Ráðstefna sem þessi er haldin á tveggja ára fresti og á þeim er fjallað um helstu nýjungar í notkun kjarnspunatækni (Nuclear Magnetic Resonance) í matvælarannsóknum hverju sinni. Ungri vísindakonu á Rf, Maríu Guðjónsdóttur, var nokkuð óvænt boðið að halda erindi á ráðstefnunni að þessu sinni.

Lokað

Tilkynning um sumarlokun á Rf / IFL closed July 17 - Aug 8. - 13.7.2006

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Rf í Reykjavík lokuð frá 17. júlí til 8. ágúst. Sjá nánari upplýsingar um bein símanúmer. - Our office in Reykjavik will be closed from July 17. until August 8. This includes our telephone desk. See information below about direct phone numbers.

Forsíða Ársskýrslu Rf 2005

Ársskýrsla Rf fyrir árið 2005 komin út - 12.7.2006

Ársskýrsla Rf 2005, þar sem það helsta úr starfsemi Rf á árinu 2005 er tíundað, er nú komin út og er aðgengileg hér á vefnum sem pdf-skjal. Skjalið er tæplega 6MB að stærð, enda er skýrslan all mikil að vöxtum, tæplega 50 bls.

Sri Lanka: Fiskihöfnin í Beruwella

Rf aðstoðar við uppbyggingu á Sri Lanka - 5.7.2006

Nýlega fóru tveir starfsmenn Rf til Sri Lanka á vegum Þróunarsamvinnustofnunar (ICEIDA), Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP) og National Aquatic Resources Research and Development Agency (NARA) á Sri Lanka. Tilgangurinn var að gera úttekt á gæðamálum fiskihafna á Sri Lanka og aðstoða við færa þau mál til betra horfs í tengslum við uppbyggingu eftir náttúruhamfarirnar miklu þ. 26. desember 2004.

Gunnþórunn og Kolbrún

Neytendakönnun á Rf: heppnir vinningshafar dregnir út - 4.7.2006

Könnun á viðhorfi ungs fólks til fiskneyslu hófst þann 1. júní sl og lauk í gær, 3 júlí. Könnunin, sem er liður í umfangsmiklu verkefni sem unnið er að á Rf, náði til ungs fólks á aldrinum 18-45 ára og var þátttökutilboð sent til 3500 manna slembiúrtaks fólks úr þjóðskrá á þessum aldri og viðkomandi boðið að taka þátt í viðhorfskönnun um fiskneyslu. Góð þátttaka var í könnuninni, enda glæsilegir vinningar í boði fyrir heppna þátttakendur.

Jón Gunnar Schram

Nýr starfsmaður Rf á Ísafirði: Jón Gunnar Schram - 3.7.2006

Um mánaðarmótin hóf nýr starfsmaður, Jón Gunnar Schram, störf á Rf. Jón mun starfa á Ísafirði og taka þátt í þeirri uppbyggingu á starfsemi Rf sem þar á sér stað um þessar mundir, sértaklega á sviði fiskeldis.


Fréttir