Fréttasafn: maí 2006

Fyrirsagnalisti

Heimsókn frá Whole Foods Market 30 maí 2006

Hópur frá Whole Foods Market heimsækir Rf - 30.5.2006

Fjórir fulltrúar frá verslunarkeðjunni Whole Foods Market heimsóttu Sjávarútvegshúsið í morgun, til að fræðast um íslenskan fisk, rannsóknir á sjávarafurðum og hvernig Íslendingar stjórna fiskveiðum sínum.
Heimsókn frá Marks og Spencer og Coldwater, 24. maí 2006

Markaðs- og tæknimenn frá Marks Spencer og Coldwater í kynningu í Sjávarútvegshúsinu - 24.5.2006

Í vikunni voru fjórir starfsmenn fyrirtækjanna Marks & Spencer og Coldwater í Bretlandi á ferð hér á landi til að kynna sér sjávarútveg, fiskvinnslu, fyrirtæki og rannsóknir er lúta a sjávarafurðum á Íslandi. Fjórmenningarnir voru ánægðir eftir heimsókn í Sjávarútvegshúsið í morgun.

Mayonnaise úr lonðulýsi

Hugvitssamleg notkun loðnulýsis - Grein frá Rf í nýjasta tbl. Ægis - 23.5.2006

Í nýjasta tbl. tímaritsins Ægis er m.a. að finna forvitnilega grein eftir Margréti Bragadóttur, matvælafræðing á Rf, um hugsanlegar leiðir til að nýta loðnulýsi í auknum mæli til manneldis, t.d. í majónes, salatsósur o.fl.

Hjólandi starfsmenn Rf 2006

Mens Sana in Corpore Sano - 19.5.2006

Eins og margir hafa ugglaust tekið eftir þá hefur óvenju mikið verið um hjólreiðafólk á götum og gangstéttum um land allt upp á síðkastið og ólíklegasta fólk hefur sést á ferli. Bæði er nú vorið loksins komið en einnig stóð átakið Hjólað í vinnuna yfir dagana 3. - 16. maí. Rf lét ekki sitt eftir liggja. 
Sigrún Guðmundsdóttir

Doktorsvörn - 17.5.2006

Þann 16. júní 2006 kl. 13:00 mun Sigrún Guðmundsdóttir, líffræðingur á Rf, verja doktorsritgerð sína “Listeria monocytogenes, from humans, food and food processing plants in Iceland - Molecular typing, adhesion and virulence testing” í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

Sendinefnd frá Argentínu í heimsókn í Sjávarútvegshúsinu 15. maí

Sendinefnd frá Argentínu í heimsókn í Sjávarútvegshúsinu - 15.5.2006

Í morgun var sendinefnd frá Argentínu í heimsókn í Sjávarútvegshúsinu og kynnti sér starfemi Rf, Hafrannsóknastofnunar og sjávarútvegsráðuneytisins.

Rf auglýsir eftir sérfræðingi á nýju sviði - 12.5.2006

Rf auglýsir eftir sérfræðingi á sviði áhættumats á matvælum. Hlutverk hans verður að taka þátt í rannsóknum á áhrifum fisks á heilsu (risk-benefit analysis of food). Starfið felur m.a. í sér uppbyggingu gagnagrunna og hönnun vefviðmóts.
Kvarnir fjarlægðar í rannsóknarskyni

Ráðið í ástand lífríkis með því að skoða eyrun á þorski - 10.5.2006

Við rannsóknir á fiskum geta vísindamenn nýtt sér kvarnir til að aldurs- og tegundagreina hann. Í öllum beinfiskum eru steinar úr kalkefnasamböndum í innra eyra þeirra sem kallast kvarnir. Þær gegna margvíslegu hlutverki, þ.á.m. er heyrnar- og jafnvægisskyn fisksins í sjónum, en hægt er að ráða ýmislegt fleira með því að skoða þær. Í vikunni var verið að fjarlægja kvarnir smáþorsks á Rf, m.a. til að athuga ástand lífríkissins í hafinu umhverfis Ísland.  

Nýtt ker frá Sæplast kynnt í Brussel

Ráðherra afhjúpar nýja tegund af fiskikeri í Brussel - 9.5.2006

Fyrirtækið Sæplast ehf á Dalvík hefur þróað nýtt byltingarkennt fiskiker í samvinnu við Rf, FISK Seafood hf og Háskóla Íslands. Fiskikerið var formlega afhjúpað af sjávarútvegsráðherra, Einari K. Guðfinnssyni á sjávarútvegssýningunni í Brussel í dag. Frá þessu segir á vefsíðu AVS sjóðsins, en hann styrkti einmitt þetta verkefni.

Sjóeldiskvíar Rf á Vestfjörðum

Perlan Vestfirðir 2006 - 5.5.2006

Nú um helgina verður sýningin Perlan Vestfirðir í Perlunni og er aðgangur ókeypis og öllum heimill kl. 11 -17 laugardag og sunnudag. Meira en 100 fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum taka þátt í sýningunni og er markmið hennar að kynna allt það helsta sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða á sviði ferðaþjónustu, atvinnulífs og mannlífs almennt.  Rf er á meðal þeirra sem kynna starfsemi sína á Vestfjörðum.

Síða 1 af 2

Fréttir