Fréttasafn: mars 2006

Fyrirsagnalisti

SEAFOODplus Council Reykjavik, March 29. 2006

Stjórn SEAFOODplus fundaði í Reykjavík - 29.3.2006

Í dag lauk tveggja daga fundi stjórnar SEAFOODplus - risaverkefnisins, en fundurinn var haldinn í Sjávarútvegshúsinu. Sem kunnugt er tekur Rf þátt í SEAFOODplus og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, situr í stjórn verkefnisins.
Heimsókn frá Bodö 23.03.06

Heimsókn frá Noregi - 23.3.2006

Hópur nemenda frá Háskólanum í Bodö í Noregi heimsótti Sjávarútvegshúsið eftir hádegi í dag, í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi Rf og Hafrannsóknastofnunarinnar. Heimsóknin er hluti af þéttskipaðri dagsskrá hópsins hér á landi.

Seafoodplus_logo

Heilsubætandi áhrif lífvirkra fiskpróteina - 21.3.2006

Rf hefur, ásamt ýmsum samstarfsaðilum, unnið að fjölda verkefna um aukið verðmæti sjávarfangs á undanförnum árum. Þar á meðal eru nokkur verkefni um aukna nýtingu á próteinum úr aukafurðum og uppsjávarfiskum til manneldis, bæði með því að þróa nýja vinnsluferla, nýjar vörur og með því að kanna markaði fyrir heilsufæði og markfæði.

Eldisþorskur rannsakaður á Rf

Fyrsti fundur í verkefninu Welfare of Fish in European Aquaculture - 16.3.2006

Eins og sagt var frá hér á vefnum í nóvember, tekur Rf þátt í stóru Evrópuverkefni um velferð fiska í fiskeldi. Nýlega var fyrsti fundur stýrihópsins sem fulltrúi Rf situr í haldinn í Brussel og hér má lesa ágrip af því sem þar var rætt.

Kristín Lauritzen

Gestavísindamaður flutti fyrirlestur í morgun um saltfiskrannsóknir - 15.3.2006

Dr. Kristin Lauritzen, sérfræðingur við Fiskeriforskning í Tromsø í Noregi, flutti í morgun fyrirlestur um rannsóknir á breytingum sem verða á þurrkuðum saltfiski við geymslu og flutning.

Rf óskar eftir að ráða verkefnastjóra til starfa á Höfn í Hornafirði - 13.3.2006

Um helgina auglýsti Rf eftir því að ráða verkefnastjóra til starfa á Höfn í Hornafirði.  Um er að ræða nýtt starf sem unnið verður í nánum tengslum við starfsemi Frumkvöðlasetur Austurlands ehf.

Verið, Sauðárkróki

Próteinfyrirtæki Rf flytur á Sauðárkrók - 9.3.2006

Eins og greint var frá í fréttum í vikunni, hefur Rf flutt próteinfyrirtæki sitt, Iceprotein ehf, til Sauðárkróks. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 2005, er þróunar-, framleiðslu- og markaðsfyrirtæki sem þróar, framleiðir og mun selja blautprótein fyrir fiskiðnað á Íslandi og þurrkuð prótein fyrir heilsu- og fæðubótarmarkaðinn.

Þátttakendur frá Rf á Raunvísindaþingi 2006

Rf á Raunvísindaþingi 2006 - 3.3.2006

Raunvísindaþing H.Í. 2006 hefst í dag í Öskju, Náttúrufræðihúsi H.Í. í Vatnsmýrinni og stendur það yfir í tvo daga. Markmið þingsins er að kynna hinar miklu og fjölbreyttu rannsóknir í raunvísindum sem stundaðar eru við Háskóla Íslands og stofnanir hans. Á þinginu verða rannsóknir kynntar í erindum og á veggspjöldum og kynnir Rf sjö rannsóknir á veggspjöldum.

Skynmatsaðstaðan á Rf

Athyglisverð skynmatsráðstefna í Osló í byrjun maí. - 1.3.2006

Annað hvert ár eru haldnar á Norðurlöndum ráðstefnur sem fjalla að mestu um skynmat og neytendarannsóknir og hefur Rf tekið þátt í undirbúningi þeirra. Næsta ráðstefna verður haldin í Osló dagana 3.-5. maí og ber hún yfirskriftina Focus on the Nordic Consumer.


Fréttir