Fréttasafn: febrúar 2006
Fyrirsagnalisti

Tvær greinar frá starfsfólki Rf í Journal of Food Science
Í marshefti vísindaritsins The Journal of Food Science 2006 er að finna tvær greinar, sem að mestu leyti eru ritaðar af starfsfólki Rf. Fjallar önnur um að viðhalda gæðum saltfisks í neytendapakkningum eftir útvötnun og hin fjallar um ofurkælingu á þorskflökum.

Rf óskar eftir skrifstofumanni
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsmann í skrifstofustarf. Um er að ræða 100% starf. Starfið felur í sér sérhæfð skrifstofustörf.

Hvert stefnir fiskneysla Íslendinga? Fróðleg grein í Ægi
Eins og sagt var frá hér á vefnum í janúar, var nýlega kynnt verkefni um mögulegar leiðir til að auka á ný fiskneyslu, sérstaklega ungs fólks, en rannsóknir sýna að hún á að mörgu leyti á brattann að sækja hjá þeim aldurshóp. Á dögunum birtist í tímaritinu Ægi fróðleg samantek á verkefninu og er hægt að lesa hana hér á pdf-formi.
Fleira gert á Rimini en að flatmaga í sólinni...
Nýlega var haldin ráðstefna á Rimini á Ítalíu, sem nefndist Mediterranean Seafood Expositon 2006 og er stærsta sjávarafurðasýning sem haldin er á Ítalíu. Í tengslum við sýninguna var haldinn þar fundur þar sem fjallað var um hvernig nýta megi nýjustu tækni til að tryggja gæði ög öryggi sjávarafurða. Á meðal þeirra sem boðið var að flytja þarna erindi var dr. Guðrún Ólafsdóttir, sérfræðingur á Rf.

Minni sápa - meiri virkni?
Framleiðsla á öruggum, heilnæmum matvælum krefst þess að þau séu framleidd úr góðu hráefni, en ekki síður að fyllsta hreinlætis sé gætt við framleiðslu þeirra. Þrif í matvælaiðnaði eru hins vegar dýr og því mikilvægt að þau gegni sínu hlutverki, án þess að kosta fyrirtækin og umhverfið of mikið.
Óæskileg efni í íslensku sjávarfangi langt undir hættumörkum
Á fréttamannafundi sem haldinn var í Sjávarútvegshúsinu í dag voru kynntar niðurstöður úr vöktunarverkefni sem Rf vinnur að fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Niðurstöðurnar sýna að íslenskt sjávarfang inniheldur mjög lítið af óæskilegum efnum
Loðnan klippt og skorin á Rf
Markaður fyrir tilbúin fersk matvæli hefur vaxið ört á undanförnum árum, sérstaklega í Evrópu og margir hafa séð í þeirri þróun möguleika á að auka verðmæti sjávarfangs. Það kann þó að vera snúið þar sem torvelt er að nota sjávarfang í tilbúin matvæli. Það sem helst hefur komið í veg fyrir að hægt sé að nýta sjávarfang í tilbúna rétti er að fiskur er mjög viðkvæmt hráefni vegna hás hlutfalls af fjölómettuðum fitusýrum sem geta oxast og valdið óbragði.
Forvarnir í fiskeldi: Ný skýrsla á Rf
Nýlega kom út skýrslan Forvarnir í fiskeldi, sem er framvinduskýrsla í samnefndu verkefni er hófst árið 2004 og lýkur árið 2007. Í verkefninu er m.a. rannsakað hvernig þróa megi aðferðir til að greina og bæta umhverfisþætti í lúðu- og þorskeldi á frumstigi eldisins, þ.e. frá klaki til lirfuskeiðs, en á því tímabili eru afföllin í eldinu hvað mest.

Ný gjaldskrá fyrir mælingar á Rf: Þrjú prósent hækkun

Sjávarútvegsráðuneytið: Loðnukvótinn aukinn í 210 þús tonn
Á vef Mbl.is er sagt frá því að Sjávarútvegsráðuneytið hafi, að tillögu Hafrannsóknarstofnunar, ákveðið að auka loðnukvótann á vetrarvertíðinni 2006 í 210 þúsund lestir eða um 110 þúsund lestir. Þar af koma 103 þúsund lestir í hlut íslenskra skipa. Útibússtjóri Rf í Neskaupstað er ánægður með gæði loðnunar.
Fréttir
-
2022
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember