Fréttasafn: janúar 2006

Fyrirsagnalisti

Starfsmaður Rf á leið til Ástralíu - 31.1.2006

Katrín Ásta Stefánsdóttir, starfsmaður Vinnslu - og þróunardeildar Rannsóknarsviðs Rf hyggur á framhaldsnám í meistaranám í matvælafræði. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að Katrín fer ekki stystu leið að markmiði sínu heldur fer Jörðina á enda.

Emilía Martinsdóttir á fundi um fiskneyslu

Kynning á fiskneyslu í nútíð (og framtíð?) - 25.1.2006

Íslendingar eru á meðal mestu fiskneysluþjóða í heimi og tengja það oft langlífi og góðu heilsufari þjóðarinnar almennt, en nú eru vissar blikur á lofti í þeim efnum, enda hefur fiskneysla, sérstaklega ungs fólks dregist verulega saman á undanförnum árum.

Fjallað um omega-3 fitusýrur í The Economist - 24.1.2006

Hið virta vikurit The Economist birtir í nýjast tbl. sínu tvær greinar um omega-3 fitusýrur, þar sem í annarri er m.a. fjallað um rannsókn sem gerð var í Bretlandi á áhrifum neyslu omega-3 fitusýra barnshafandi kvenna á þroska barnanna. Í stuttu máli virðist rannsóknin sýna enn og aftur fram á að jákvæðu hliðar fiskneyslu séu margfalt fleiri en þeir neikvæðu.   

Auðar hillur í Sjávarútvegsbókasafni

Sjávarútvegsbókasafnið tekur breytingum - 19.1.2006

Tómlegt er nú um að litast á bókasafninu sem er til húsa í Sjávarútvegshúsinu. Miklar breytingar hafa staðið þar yfir síðan um mitt síðasta ár og sem stendur eru flest rit safnsins niðurpökkuð í kassa.

Óskað eftir fyrirtækjum sem framleiða markfæði - 13.1.2006

Rf hefur borist fréttatilkynning frá Danmörku þar sem auglýst er eftir litlum og meðalstórum fyrirtækjum (SME´s) til að taka þátt í evrópsku netverkefni fyrirtækja sem framleiða markfæði (functional food). 
Verið, Sauðárkróki

Fundur á Sauðárkróki: Glærur komnar á vefinn - 10.1.2006

Fimmtudaginn 5. janúar var haldinn fjölmennur fundur í Verinu, nýju Þróunarsetri Hólaskóla, sem staðsett er á Háeyri 1 við höfnina á Sauðárkróki. Tilefni fundarins var að kynna 6 milljón króna styrk sem sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytin hafa veitt til að styrkja rannsóknir á sviði fiskeldis, vinnslu sjávarafla og matvælavinnslu á Sauðárkróki og við Hólaskóla.

Vinnsla próteina á Rf umfjöllunarefni í Innovate - 9.1.2006

Norræna nýsköpunarmiðstöðin gefur m.a. út fréttabréfið Innovate á ensku og í síðasta tbl. ársins 2005 er að finna viðtöl við þær Sjöfn Sigurgísladóttur forstjóra og Margréti Geirsdóttur, matvælafræðing á Rf. Umræðuefnið er þeir möguleikar sem felast í vinnslu hágæðapróteina úr fiski.
Fiskeldi | Aquaculture

GENIMPACT: Netverkefni um mat á hugsanlegum erfðafræðilegum áhrifum fiskeldis - 5.1.2006

Erfðabreytt matvæli hafa verið talsvert til umræðu á síðustu árum og eru ekki allir á eitt sáttir um áhrif þeirra. Umræðan hefur verið af tvennum toga, annars vegar hvort matvælin geti haft skaðleg áhrif á heilsu manna og hinsvegar hvaða áhrif ræktun erfðabreyttra nytjaplantna hafi á umhverfið og lífríkið í heild. Þessi umræða hefur einnig náð til fiskeldisiðnaðarins, þar sem ýmsir hafa áhyggjur af hugsanlegum áhrifum eldisfisks á villta stofna.

Fréttatilkynning: Kynningarfundur 5. janúar á Sauðárkróki - 4.1.2006

Sameiginlegur kynningarfundur Rf, Hólaskóla og Fisk Seafood um uppbyggingu á rannsókna- og þróunarstarfsemi í Þróunarsetrinu Verinu á Sauðárkróki verður haldinn n.k. fimmtudag 5. janúar kl. 16:00-18:00 í Verinu, rannsókna- og kennsluhúsnæði Hólaskóla á Sauðárkróki.

Salmonella (t.h.) í ræktun

Hraðvirkari mælingar á örverum en áður - 3.1.2006

Í viðskiptum er tíminn oft dýrmætur og sérstaklega ef höndlað er með viðkvæma vöru með stutt geymsluþol, eins og t.d. ferskan fisk. Í athyglisverðu verkefni sem unnið hefur verið að á Rf, í samvinnu við Danmarks Fødevarforsikring, var unnið að því að stytta verulega þann tíma sem líður þar til niðurstöður úr örverumælingum á sjávarafurðum liggja fyrir.   

Síða 1 af 2

Fréttir