Fréttasafn: 2006

Fyrirsagnalisti

Gaspökkun saltfisks í tilraunaeldhúsi Rf

Saltfiskur tilbúinn í pottinn og á pönnuna - 30.11.2006

Nýlega kom út skýrsla á Rf úr verkefninu Þíddur saltfiskur í neytendapakkningum, þar sem m.a. voru rannsakaðir þættir eins og hvernig hægt væri að hámarka geymsluþol útvatnaðra þorskflaka.

Eyjólfur Reynisson

Fyrirtæki í Ástralíu notar rannsóknir frá Rf til að auglýsa vörur sínar - 23.11.2006

Fyrirtæki í Ástralíu hefur stuðst við niðurstöður úr vísindagrein frá Rf til að auglýsa tæki sem það framleiðir. Aðalhöfundur greinarinnar, sem birtist nýlega á vísindaritinu Journal of Microbiological Methods er Eyjólfur Reynisson, líffræðingur á Rannsóknasviði Rf.

Eldisþorskur í sjókví

Minni notkun próteins í fóðri - aukin arðsemi í þorskeldi? - 17.11.2006

Nýlega lauk verkefninu Próteinþörf þorsks þar sem leitað var leiða til að draga úr kostnaði við þorskeldi og gera þessa ungu atvinnugrein þ.a.l. arðbærari. Fóðurkostnaður er 40-60% af heildarframleiðslukostnaði í eldinu og því beindist athyglin að því hvort og hvernig hægt væri að minnka hann. Í nýrri Rf skýrslu er greint frá niðurstöðum þessarar rannsóknar.

Afhending McFee verðlaunanna 2006

Vísindamaður á Rf hlaut heiðursverðlaun á alþjóðlegri ráðstefnu - 7.11.2006

Dr. Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur á Rf, hlaut á dögunum heiðursverðlaun sem kennd eru við Earl P. McFee. Verðlaunin voru afhent á hátíðardagskrá í tengslum við ráðstefnuna TAFT 2006, sem fram fór í Quebec City í Kanada dagana 29. okt. til 1. nóv.

Á leið heim af fiskmarkaði á Sri lanka

Unnið að gæðamálum fiskihafna á Sri lanka - 1.11.2006

Eins og greint var frá hér á vefnum fyrr á árinu, fóru tveir starfsmenn Rf til Sri Lanka í maí s.l. á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) til að gera úttekt á gæðamálum fiskihafna þar í landi og var tilgangurinn að útbúa námskeið til að koma þessum málum í betra horf. Í fréttabréfi ÞÞSÍ er greint frá því að nýlega hafi fyrsta námskeiðið verið haldið þar ytra.

Erindi Sjafnar á Málþingi í morgun - 31.10.2006

Í morgun var haldið málþing Stofnunar stjórnsýslufræða við H.Í. og Félags forstöðumanna ríkisstofnana þar sem rætt var um kosti og galla hlutafélagaformsins í opinberri starfsemi og það borið saman við hefðbundið form opinbers rekstrar. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf og verðandi forstjóri Matís ohf var á meðal þeirra sem fluttu erindi á málþinginu.

Frá úttekt SWEDAC 24. október 2006

Þjónustusvið Rf fær góða umsögn SWEDAC - 25.10.2006

Í gær fór fram árleg úttekt sænsku löggildingarstofunnar SWEDAC vegna faggildingar á þjónustumælingum á Rf. Þetta var í 10 skiptið sem slík úttekt er gerð á Rf og jafnframt í síðasta sinn því Rf sameinast tveimur öðrum stofnunum í Matís ohf um næstu áramót.

New York Times: lógó

Fjallað um kosti fiskneyslu í leiðara New York Times - 20.10.2006

Í leiðara bandaríska stórblaðsins NYT í gær var fjallað um mat tveggja virtra stofnanna þar í landi um kosti og galla þess að borða fisk. Er skemmst frá því að segja að báðar stofnanir komast að því að kostirnir séu margfaldir á við hugsanlega áhættu.
Þorsksýni tekin úr ofni

Neytendakönnun á Rf byrjar vel - 19.10.2006

Eins og glöggir gestir Rf - síðunnar hafa væntanlega tekið eftir var nýlega óskað eftir fólki til að taka þátt í neytendakönnunum á þorski hér á Rf. Fyrri hluti könnunarinnar hófst í dag og munu alls um 100 manns taka þátt í henni í dag.
Þvottabúnaðurinn á Rf

Lækkun þrifakostnaðar í fiskvinnslu - 17.10.2006

Nýlega lauk verkefni hér á Rf þar sem kannað var hvort mögulegt sé að nota minna af þvottaefnum við venjubundin þrif á fiskvinnslubúnaði, en með sama árangri. Lækkun á styrk þvottaefna getur þýtt fjárhagslega hagræðingu fyrir fiskvinnslufyrirtækin og ekki síst umhverfisvænni vinnubrögð.
Síða 1 af 9

Fréttir