Fréttasafn: desember 2005

Fyrirsagnalisti

Skemmtilegar nýjungar á Fræðsluvef Rf - 21.12.2005

Á vef Rf er að finna s.k. Fræðsluvef Rf, Á vísan að róa, þar sem smátt og smátt hefur verið safnað margvíslegum fróðleik sem tengist fisk, sjávarútvegi og fiskvinnslu. Markmiðið er að hafa efnið aðgengilegt og fræðandi og tvær nýjungar á Fræðsluvefnum eru ágæt dæmi um þessa viðleitni.  

Rafrænt fréttabréf Rf kemur út í dag - 12.12.2005

Í dag verður 1. tbl. af rafrænu fréttabréfi Rf sent út, en þar verður m.a. að finna ýmiss konar fréttaefni af vef Rf, tilkynningar o.s.frv. og er áformað að fréttabréfið komi út 1-2 í mánuði. Þeir sem áhuga hafa á að gerast áskrifendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á póstlista Rf, en það er hægt að gera á forsíðu vefs Rf.
Eldisþorskur rannsakaður á Rf

Flýgur fiskisagan: Rannsókn Rf á geymslueiginleikum eldisþorsks vekur athygli erlendis - 12.12.2005

Í síðasta mánuði var sagt frá skýrslunni Framtíðarþorskur: geymsluþol, áferð, vöðvabygging og vinnsla eldisþorsks sem nýlega kom út hér á Rf. Niðurstöður skýrslunnar hafa vakið talsverða eftirtekt langt út fyrir landsteinana.
Forsíða Tæknitíðinda Rf nr. 151

Öll Tæknitíðindi Rf komin á vefinn - 8.12.2005

Á árunum 1972 til 1986 gaf Rf út s.k. Tæknitíðindi og var það ein helsta leið stofnunarinnar á þessum árum til að birta og miðla upplýsingum um rannsóknir sínar. Alls komu 165 tbl. út og er þetta efni nú loksins allt aðgengilegt í tölvutæku formi (pdf) hér á vef Rf.

Námskeið fyrir Icelandic Group á Rf

Markaðsfólk á námskeiði hjá Rf - 1.12.2005

Símenntun er af hinu góða og í gær sótti 14 manna hópur sérfræðinga frá Icelandic Group námskeið á Rf til að rifja upp ýmis almenn atriði varðandi gæðamat, meðferð og geymslu á fiski. Fólkið kom frá hinum ýmsu deildum Icelandic samstæðunnar.


Fréttir