Fréttasafn: nóvember 2005

Fyrirsagnalisti

Einar Guðfinnsson opnar Seafoodnet-vefinn

Sjávarútvegsráðherra opnar nýja vefsíðu um öryggi sjávarafurða - 29.11.2005

Í morgun opnaði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, nýja vefsíðu á Rf þar sem safnað hefur verið saman upplýsingum um efnainnihald sjávarafurða á Norðurlöndum, bæði óæskileg efni og einnig næringarefni.

Eldisþorskur

Rf tekur þátt í verkefni um velferð eldisfiska - 23.11.2005

Rf tekur þátt í fjölþjóðlegu verkefni sem nefnist Welfare of Fish in European Aquaculture og fjallar um velferð fiska í eldi. Verkefnið er s.k. COST-verkefni, sem er stytting úr European Cooperation in the field of Scientific and Technical Research og er almennur rammi um Evrópusamstarf á sviði vísinda- og tæknirannsókna.

Fiskur rannsakaður á Rf

Eldisþorskur heldur ferskleikaeinkennum lengur en villtur þorskur - 14.11.2005

Nýlega kom út á Rf verkefnisskýrslan Framtíðarþorskur: geymsluþol, áferð, vöðvabygging og vinnsla eldisþorsks og er hún framhald skýrslunnar Framtíðarþorskur: gæðamat á eldisþorski, sem kom út haustið 2004. Í nýju skýrslunni birtast m.a. niðurstöður rannsókna á geymslueiginleikum og geymsluþoli flaka af aleldisþorski í samanburði við flök af villtum þorski. Á meðal þess sem í ljós kom var að lítill munur var á endanlegu geymsluþoli eldisþorsks og villts þorsks en flök af eldisþorski héldu þó ferskleikabragðinu marktækt lengur inn í geymslutímann.

RF hitun

RF-hitun: Nýstárleg tækni notuð til að hita fisk - 7.11.2005

Nýlega komu út á Rf tvær skýrslur með niðurstöðum rannsóknarverkefnis þar sem kannað var hvort nota mætti s.k. Radio-Frequency Heating Technology til að hita matvæli í því skyni að eyða öllum hættulegum örverum og auka þar með geymsluþolið.

Þorleifur Ágústsson

Þorskurinn gabbaður á Vestfjörðum! - 3.11.2005

Fyrir rúmu ári var rannsóknastofa Rf á Ísafirði formlega opnuð og við það tækifæri sagði Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Rf m.a. að í starfi rannsóknarstofunnar á Ísafirði yrði einkum lögð áhersla á rannsóknir og þróun á sviði fiskeldis. Fljótlega var svo sagt frá því að Rf væri komið í samstarf við fyrirtæki á Vestfjörðum og erlenda vísindamenn um rannsóknir á þorskeldi í sjókvíum. Að því er fram kemur á vef Bæjarins besta í dag fer nú að draga til tíðinda í þessu samstarfi.

Blóðgun og slæging

Íslenskur fiskiðnaður og Rf í sænskum fókus - 2.11.2005

Í nýjasta tbl. sænska tímaritsins Livsmedel i Fokus, sem er fagtímarit sem fjallar um flest það sem viðkemur matvælaiðnaði, er grein um efnahagsuppganginn á Íslandi, sem Svíar velta nú nokkuð vöngum yfir. Greininni fylgir einnig umfjöllun um Rf og viðtal er við þær Sjöfn Sigurgísladóttur, forstjóra, og Evu Yngvadóttur, efnaverkfræðing á Rf.


Fréttir