Fréttasafn: október 2005

Fyrirsagnalisti

Sæbjúgu

Er kraftur í íslenskum sæbjúgum? - 28.10.2005

Þessari spurningu varpaði Margrét Geirsdóttir, matvælafræðingur, fram á Haustfundi Rf nýlega og svaraði henni sjálf, JÁ!. Talið er að í sæbjúgum sé að finna eftirsótt og dýrmæt lífvirk efni, sem hægt er að nota í fæðubótarefni og markfæði. Nýlega kom út skýrsla á Rf sem fjallar um rannsóknir á nýtingu lífvirkra efna úr sæbjúgum.

Birna Guðbjörnsdóttir og Eva Yngvadóttir

Verkefni frá Rf í Rannísblaðinu - 25.10.2005

Fyrir nokkrum dögum kom Rannísblaðið út og var því dreift með Morgunblaðinu líkt og gert hefur verið s.l. tvö ár. Í blaðinu er fjallað um rannsókna- og vísindastarf á Íslandi, starfsemi rannsókna- og menntastofnanna kynnt o. fl.  Fjallað er um tvö verkefni sem unnið er að á Rf í Rannísblaðinu að þessu sinni.

Tilkynning um lokun í dag!!! - 24.10.2005

Vegna baráttufundar kvenna mun skiptiborð og afgreiðsla Rf loka kl. 14:08 í dag, mánudag - Viðskiptavinum er bent á að bein símanúmer starfsfólks stofnunarinnar er að finna hér á síðunni til hægri (Starfsfólk).    
Á Þjónustusviði Rf

Árlegri úttekt á þjónustusviði Rf lokið - 21.10.2005

Árlegri úttekt SWEDAC (sænsku löggildingarstofnunarinnar) á gæðakerfi þjónustusviðs Rf er lokið. Útibú Rf á Neskaupstað var heimsótt s.l. föstudag en efna-og örverustofa í Reykjavík var tekin út í gær.
Sjöfn og Kabil Sibal, vísindaráðherra Indlands

Vísindaráðherra Indlands heimsækir Rf - 20.10.2005

Kabil Sibal, vísindaráðherra Indlands, heimsótti Sjávarútvegshúsið í morgun ásamt fríðu föruneyti og skoðaði m.a. húsakynni Rf í fylgd Sjafnar Sigurgísladóttur, forstjóra Rf. Ráðherrann er hér á landi í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra.

Þátttakendur í neytendakönnun

Alþjóðleg neytendakönnun á fiski: Mismunandi bragðlaukar eftir löndum - 13.10.2005

Fyrr á þessu ári fór fram viðamikil alþjóðleg neytendakönnun á fiskneyslu á Íslandi, í Danmörku, Hollandi og á Írlandi. Rf sá um framkvæmd könnunarinnar hér á landi og er nú verið að vinna úr þeim gögnum sem söfnuðust. Í nýlegri frétt á heimasíðu SEAFOODplus - verkefnisins er greint frá fyrstu niðurstöðum.
Margrét Bragadóttir

Loðnulýsi í salatsósuna - 11.10.2005

Að undanförnu hefur Margrét Bragadóttir matvælafræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins unnið að því að kanna mögulega notkun á loðnulýsi til manneldis. Verkefnið var fjármagnað af AVS og Rf. Margrét kynnti niðurstöður sínar nýverið á ráðstefnu WEFTA ( West European Fish Technologists Assosiation) í Antwerpen í Belgíu.
Sveinn Margeirsson

Fyrirlestur í doktorsverkefni um vinnsluspá fyrir þorsk - 4.10.2005

Fimmtudaginn 6. okt. n.k. heldur Sveinn Margeirsson fyrirlestur sem er hluti af doktorsverkefni hans sem unnið er við véla- og iðnaðarverkfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands, en það er unnið í samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, þar sem hann hefur starfsaðstöðu. Fyrirlesturinn hefst kl. 16:45 í stofu 157 í VR-II við HjarðarhagaVerkfræðideildar Háskóla Íslands, Hjarðarhaga


Fréttir