Fréttasafn: september 2005

Fyrirsagnalisti

Breyttur opnunartími á Rf - 30.9.2005

Frá byrjun október verður afgreiðsla Rf opin frá kl. 8:15 - 16:00
Lúðulirfur

Lífvirk efni á fyrstu stigum lúðueldis - 29.9.2005

Nýlega lauk þriggja mánaða forkönnun á “Notkun lífvirkra efna í lúðueldi”. Verkefnið var styrkt af Rf, HA, Fiskey ehf., Primex og Nýsköpunarsjóði námsmanna og unnið í sumarvinnu af Rut Hermannsdóttur, nemanda við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri.

Einar K. Guðfinnsson í heimsókn á Rf

Nýr ráðherra í heimsókn á Rf - 28.9.2005

Nýr ráðherra, Einar Kristinn Guðfinnsson, tók til starfa í sjávarútvegsráðuneytinu í dag. Á meðal þess sem ráðherrann tók sér fyrir hendur á þessum fyrsta formlega vinnudegi sínum í nýju embætti var að heimsækja Rf
Sjávarútvegsráðherra ávarpar Haustfund Rf

Fjölmenni á Haustfundi Rf 2005 - 26.9.2005

Um 100 manns sóttu Haustfund Rf sem haldinn var á Grand hótel þann 23. sept. sl. Fundurinn var að nokkru leyti sögulegur þar sem hann var haldinn á 40 ára starfsafmæli Rf og ávarp Árna M. Mathiesen í byrjun fundarins var jafnframt eitt síðasta opinbera embættisverk hans sem sjávarútvegsráðherra.

Haustfundur Rf föstudaginn 23. september - 16.9.2005

Haustfundur Rf verður haldinn á Grand hótel Reykjavík föstudaginn 23. september og verður umföllunarefni fundarins einkum um heilnæmi fisks. Þetta er þriðja árið í röð sem Rf heldur slíkan fund og sem fyrr eru allir velkominr á meðan húsrúm leyfir, en fólki er þó vinsamlega beðið um að skrá sig fyrirfram.
Rf á Sjávarútvegssýningunni 2005

Góð aðsókn að Sjávarútvegssýningunni - 8.9.2005

Sjávarútvegssýningin í Kópavogi, sem sett var í gær fór rólega af stað en strax eftir hádegi opnunardaginn fór aðsóknin vaxandi og hefur verið góð síðan. Rf er með á sameiginlegum sýningarbás Sjávarútvegsráuneytisins, Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu.

Tvær greinar frá Rf í virtu vísindatímariti. - 2.9.2005

Greinarnar tvær birtust í septemberhefti Journal of Food Science sem nýkomið er út grein. Er Rósa Jónsdóttir, matvælafræðingur á Rf fyrsti höfundur annarar greinarinnr, en einn af höfundum hinnar er Kínverjinn Zeng, en hann stundaði nám við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna árin 2003 og 2004.

Fréttir