Fréttasafn: ágúst 2005

Fyrirsagnalisti

Guðrún Ólafsdóttir

Starfsmaður Rf: Doktorsvörn n.k. föstudag - 23.8.2005

Á föstudag fer fram doktorsvörn við raunvísindadeild Háskóla Íslands, en þá ver Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur á Rf, doktorsritgerð sína Volatile compounds as quality indicators in chilled fish: Evaluation of microbial metabolites by an electronic nose, Rokgjörn efni sem gæðavísar í kældum fiski: Mat á niðurbrotsefnum örvera með rafnefi.

Lógó Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2005

Rf verður á Sjávarútvegssýningunni 2005 - 18.8.2005

Sjávarútvegssýningin 2005 verður haldin í Smáranum í Kópavogi 7.-10. september n.k. en sýningin er haldin hér á landi þriðja hvert ár.  Rf mun taka þátt í sýningunni að þessu sinni og verður með á sameiginlegum sýningarbás Sjávarútvegsráðuneytisins, Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu. 

Árleg umhverfisvöktun: Litlar breytingar í lífríkinu við Ísland - 15.8.2005

Nýlega kom á Rf skýrsla þar sem birtar eru niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis á vegum Umhverfisráðuneytisins fyrir árin 2003 og 2004. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program).

Nýjar skýrslur um vinnslu lífvirkra efna úr sjávarfangi - 11.8.2005

Nýlega komu út tvær skýrslur sem fjalla um þá möguleika sem hugsanlega felast í því að vinna lífvirk efni úr íslenskum sjávarfangi. Miklar vonir eru bundnar við að stórauka megi verðmæti sjávarafla í framtíðinni með því að framleiða lífvirk efnasambönd í markfæði o.fl.
Sjókvíar á Vestfjörðum

Rf í alþjóðlegu samstarfi í þorskeldi á Vestfjörðum - 8.8.2005

Rf hefur hafið samstarf við vísindamenn við háskólann í Stirling í Skotlandi auk vísindamanna á Havsforsknings Institutet í Bergen (IMR) í Noregi um rannsóknir á sviði þorskeldis í sjókvíum.

Fréttir