Fréttasafn: júní 2005

Fyrirsagnalisti

Genesis 35 EL

Nýtt tæki á Rf eykur möguleika í rannsóknum - 27.6.2005

Rf er nú að taka í notkun nýjan frostþurrkara og fyrirhugað er að nýta tækið við ýmsar rannsóknir, m.a. við að kanna möguleika á frostþurrkun sjávarfangs og við frostþurrkun sýna af ýmsu tagi.

Rf auglýsir eftir starfsfólki í Reykjavík og á Akureyri - 15.6.2005

Rf óskar eftir að ráða í tvær stöður, annars vegar á Örverustofu Rf í Reykjavík og hins vegar í stöðu sérfræðings á sviði fiskeldis með aðsetur á Akureyri.
Ásta Margrét Ásmundsdóttir

Nýr starfsmaður - 8.6.2005

Nýr starfsmaður, Ásta Margrét Ásmundsdóttir, hóf störf á RF 1. júní síðastliðinn. Hún mun starfa við uppbyggingu nýs rannsóknarsviðs innan RF er snýr að þrávirkum efnum í sjávarfangi sem verður staðsett á Akureyri.

Lipidforum, ráðstefna í Reykjavík - 7.6.2005

Dagana 1.-4. júní var haldin ráðstefna á Nordica Hotel í Reykjavík á vegum Lipidforum, sem eru norræn samtök um fiturannsóknir. Tveir starfsmenn RF héldu erindi á ráðstefnunni; þær Margrét Bragadóttir og Rósa Jónsdóttir.

Ráðstefna um skynmat í Madríd - 2.6.2005

Dagana 25. og 26. maí 2005 var haldin ráðstefna um skynmat í Madríd á Spáni. Samtökin European Sensory Network sem Rf er aðili að, skipulagði ráðstefnuna í samvinnu við Food Technology Insitute, sem er spænsk matvælastofnun í eigu þarlendra matvælafyrirtækja.


Fréttir