Fréttasafn: maí 2005

Fyrirsagnalisti

Vinnuhópur WEFTA í sumarblíðunni í Reykjavík

Vinnuhópur WEFTA fundar í Reykjavík - 30.5.2005

Árlegur fundur vinnuhóps um mælitækni á vegum WEFTA fundaði í Reykjavík dagana 26. og 27. maí. Að þessu sinni sóttu fundinn fulltrúar 5 landa; Þýskalands, Danmerkur, Bretlands og Belgíu auk Íslands.
Heimsókn frá Hamraskóla

Heimsókn frá Hamraskóla - 27.5.2005

Hópur nemenda í 9. bekk Hamraskóla heimsótti í morgun Rf og Hafró á leið sinni niður á höfn. Heimsóknin var hluti af þemadögum skólans.
Kolmunni til manneldis

Erindi á morgun: Að gera sér (meiri) mat úr uppsjávarfiski - 25.5.2005

Fimmtudaginn 26. maí mun Bjarki Magnússon, forstöðumaður þróunarsviðs Sæplasts hf. á Dalvík flytja erindi sem hann nefnir Geymslutækni uppsjávarfisks. Bjarki vann m.a. að meistarverkefni sínu um þetta efni við Háskóla Íslands og vann að því í samvinnu við Rf og nokkur fyrirtæki.
Beitt með nýju beitunni

Rannsóknir á beitu lofa góðu - 12.5.2005

Nýlokið er vinnu í verkefninu Aðdráttarafl beitu, en markmið þess var að finna leiðir til að auka útstreymi niðurbrotsefna frá beitu sem notuð er til línuveiða, í þeim tilgangi að laða fisk enn frekar að beitunni. Niðurstöður þóttu lofa það góðu að ákveðið hefur verið að halda rannsóknum á þessu sviði áfram í nýju verkefni.  

Joop Luten útskýrir SEAFOODplus verkefnið

SEAFOODplus í Reykjavík - 9.5.2005

Í síðustu viku var haldinn verkefnafundur í Reykjavík í SEAFOODplus - verkefninu og lauk honum formlega föstudaginn 6. maí með opnum kynningarfundi á Grand Hótel í Reykjavík, sem um 45 manns sóttu.

Lítilsháttar hækkun á gjaldskrá Rf - 6.5.2005

Þann 1. maí hækkaði gjaldskrá Þjónustusviðs Rf um 3,25%.  Breytingin stafar fyrst og fremst af hækkun  kjarasamninga og einnig hefur neysluvísitala hækkað um 5% frá því gjaldskránni var breytt síðast, sem var í ársbyrjun 2004.
Starfsfólk Rf í Neskaupstað

Margir í heimsókn á kynningu Rf í Neskaupstað - 3.5.2005

Laugardaginn 30.apríl var opið hús í fræðasetrinu Búlandi í Neskaupstað, en það hýsir starfsemi Verkmenntaskóla Austurlands, Rannsóknastofnunnar fiskiðnaðarins, Náttúrustofu Austurlands og Sorpsamlag Mið-Austurlands. Tilgangurinn var að kynna þá starfsemi fram fer í Búlandi.


Fréttir