Fréttasafn: apríl 2005

Fyrirsagnalisti

Próteinvinnsla 2004

Eru prótein, peptíð og lífvirkni töfraorð framtíðarinnar í íslenskri fiskvinnslu? - 29.4.2005

Föstudaginn 6. maí verður haldinn fundur á Grand hótel þar sem m.a. verða kynntar ýmsar rannsóknir um vinnslu próteina og petíða úr aukaafurðum og uppsjávarfiskum, lífvirkni o.fl. Á meðal fyrirlesara verða nokkrir erlendir vísindamenn.  

Heimsókn CEDEFOP á Rf 28. 04. 2005

Fjölþjóðlegur hópur í heimsókn á Rf - 28.4.2005

Óvenju litríkur hópur heimsótti Rf í morgun, þegar 12 manna hópur frá 11 þjóðlöndum heimsótti stofnunina. Hópurinn var á vegum CEDEFOP, sem er Miðstöð um þróun starfsmenntunar í löndum ESB og er fólkið statt hér á landi til að kynna sér hvernig Íslendingar standa að starfsmennun, í þessu tilfelli, í matvælaiðnaði.

Miðvikudagserindi Rf: Leit að einföldum aðferðum til að nota við gæðaeftirlit á fiskimjöli - 26.4.2005

Erindi Margrétar Bragadóttur, sem flytur miðvikudagserindi Rf 26. apríl, fjallar um rannsóknir sem gerðar hafa verið á Rf, þar sem bornar voru saman mismunandi aðferðir til þess að meta stöðugleika og þránun í fiskimjöli, með það að markmiði að finna einfalda aðferð sem hægt væri að nota við gæðaeftirlit á fiskimjöli.

Guðrún Ólafsdóttir

Starfsmaður Rf hlýtur aðþjóðleg verðlaun - 25.4.2005

Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur á Rf, hlaut Wolfgang Göpel Memorial Award verðlaunin á ráðstefnu sem haldin var nýlega í Barcelona á Spáni.
Nordic workshop Reykjavik april 2005

Ný skýrsla frá Rf: Niðurstöður vinnufundar í samnorrænu verkefni um myndun upplýsinga- og tengslanets varðandi öryggi sjávarafurða. - 22.4.2005

Árið 2004 var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp með þátttakendum frá öllum Norðurlöndunum, sem ætlað er að mynda samnorrænt upplýsinga- og tengslanet varðandi öryggi sjávarafurða og er verkefnið styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Fyrsti fundur hópsins var haldinn í Reykjavík í byrjun apríl og nú er komin út skýrsla með helstu niðurstöðum fundarins.

Miðvikudagserindi 20. apríl: Erindi um ódýra próteingjafa í fiskeldi - 19.4.2005

Á morgun mun Þorvaldur Þóroddsson, sjávarútvegsfræðingur og starfsmaður fiskeldishóps Rannsóknarsviðs Rf, flytja erindi um hugsanlega notkun ódýrra próteingjafa í fiskeldi.

Nýtt fréttabréf SEAFOODplus komið út - 18.4.2005

SEAFOODplus er heiti á alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem Rf tekur þátt í og leiðir raunar hluta þess. Verkefnið er styrkt af 6. rannsóknaráætlun ESB og að því koma 70 aðilar í 16 Evrópulöndum.  Meginmarkmið þess er að stuðla að aukinni neyslu sjávarfangs og stuðla þannig að bættri heilsu í álfunni. 
Á Örverustofu Rf

Sameindalíffræði til örverugreininga - Erindi á miðvikudag - 12.4.2005

Miðvikudaginn 13. apríl flytur Eyjólfur Reynisson lífefnafræðingur á Rf erindi sem nefnist Sameindalíffræði til örverugreininga, en um er að ræða tiltölulega nýlega aðferðarfræði við greiningu á örverum, m.a. í hráefni og matvælum. Um er að ræða s.k. PCR-tækni til mögnunar á DNA.
Listeria á stályfirborði

Grein frá Rf í Food Technology and Biotechnology - 7.4.2005

Í fyrsta tbl. vísindaritsins Food Technology and Biotechnology (FTB) árið 2005 er að finna grein um rannsóknir á viðloðun örvera við yfirborð í vinnsluumhverfi sjávarafurða.  Höfundar greinarinnar eru tveir núverandi og einn fyrrverandi starfsmaður Rf.  
Síða 1 af 2

Fréttir