Fréttasafn: mars 2005

Fyrirsagnalisti

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins boðar til almenns kynningarfundar á Ísafirði um rannsóknir og leiðir til að auka virði sjávarfangs - 31.3.2005

Fyrirlesarar á fundinum verða sérfræðingar frá Rf í Reykjavík auk verkefnisstjóra Rf á Ísafirði og flytja þeir stutt framsöguerindi. Fyrirspurnir og umræður verða í fundarlok.
Margret_Geirsdottir

Hin hliðin á fiskinum: Athyglisverð grein frá Rf í Morgunblaðinu - 30.3.2005

Fáir efast lengur um heilnæmi fisks, en hingað til hefur athyglin að mestu beinst að lýsi og jákvæðum áhrifum fjölómettaðra fitusýra, sem er að finna í lýsi og holdi margra feitra fisktegunda. Í Morgunblaðinu í dag birtist athyglisverð grein eftir Margréti Geirsdóttur, matvælafræðing á Rf, þar sem hún fjallar um rannsóknir á því hvort vinna megi lífvirk peptíð úr sjávarfangi, en segja má að lífvirk peptíð sé hin hliðin á heilnæmi fisks.   

Taru Uusinoka

Góður liðsauki á Umhverfis- og gæðasviði Rf - 18.3.2005

Taru Uusinoka heitir nýr rannsóknarmaður á Umhverfis- og gæðasviði Rf. Taru er Finni og kom hingað til lands fyrir tveimur árum til að vinna á Orkustofnun að lokaverkefni sínu í umhverfisstjórnun .  

Þátttakendur í neytendakönnun

Alþjóðleg neytendakönnun á fiskneyslu hafin á Rf - 10.3.2005

Í morgun hófst alþjóðleg neytendakönnun á fiskneyslu og fer hún fram í Danmörku, Hollandi og á Írlandi, auk Íslands. Rf sér um framkvæmd könnunarinnar hér á landi, en vonast er til að hún muni gefa góðar upplýsingar um hvernig best er að standa að bættum gæðum sjávarfangs fyrir neytendur.

Fiskurinn og framtíðin: Ráðstefna í tilefni aldarafmælis togaraútgerðar á Íslandi. - 3.3.2005

Á morgun, föstudaginn 4. mars, stendur Sjávarútvegsráðuneytið fyrir ráðstefnu á Nordica hótel sem ber yfirskriftina Fiskurinn og framtíðin. Ráðstefnan er haldin í tilefni þess að 100 ár eru síðan togaraútgerð hófst hér á landi.

Fréttir