Fréttasafn: febrúar 2005

Fyrirsagnalisti

Frostin fiskstykki

Athyglisverðu meistaraverkefni um geymslu og flutning frystra sjávarafurða lokið - 25.2.2005

Á morgun, laugardag, mun Hlynur Þór Björnsson útskrifast með meistarapróf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Meistaraverkefni hans nefnist “Geymsla og flutningur. Lágmörkun hríms og rekjanleiki” og var það m.a. styrkt af Rf.

Laxadiskur

Rf óskar eftir þátttakendum í neytendakönnun - 22.2.2005

Rf er aðili að viðamikilli, alþjóðlegri rannsókn á fiskneyslu, sem gerð verður samtímis í fjórum löndum á næstu vikum. Auk Íslands fer könnunin samtímis fram í Danmörku, Hollandi og á Írlandi. Rf óskar eftir fólki til að taka þátt í könnuninni hér á landi. 

Miðvikudagserindi RF: Notkun loftskiptra umbúða fyrir fiskafurðir - 21.2.2005

Hélène Lauzon mun flutja erindi um Helstu rannsóknir á notkun loftskiptra umbúða fyrir fiskafurðir og framtíðarmöguleikar varðandi pökkun matvæla.

Miðvikudagserindi Rf: Fjallað um DLS og SLS tækni - 15.2.2005

Miðvikudaginn 9. febrúar mun Tom Brenner flytja erindi þar sem hann mun kynna DLS og SLS tækni - á meðal þess sem hann mun spjalla um er kenning, hagnýting og notkun í Kolloidkemíu.  Tom Brenner er Ísraelsmaður sem hefur nýlega hafið meistaranám hér á Rf.

Nýir starfsmenn á Rf - 11.2.2005

Talsverðar umbreytingar hafa verið á Rf á undanförnum vikum og hafa nokkrir nýir starfsmenn hafið störf og þá hafa nokkrir starfsmanna Rf einnig hafið doktorsnám jafnframt störfum sínum á stofnuninni. Er það m.a í samræmi við yfirlýsta stefnu Rf um að fjölga í röðum sínum starfsfólki með framhaldsmenntun.   

Nýbreytni á Rf: Fræðsluerindi opin almenningi - 8.2.2005

Á morgun, miðvikudaginn 9. febrúar, heldur Hlynur Björnsson erindi um Áhrif hitasveiflna í frystigeymslum og við flutning á lausfrystar vörur.  Hlynur stundar meistaranám í véla- og iðnaðarverkfræði við H.Í. og vinnur m.a. að meistaraverefni sínu á Rf.  Erindið verður haldið í fundarsal Sjávarútvegshússins, 1. hæð og hefst kl. 9:30 og er opið þeim sem áhuga hafa á og á meðan húsrúm leyfir.
Fiskeldi í sjókvíum

Rf þátttakandi í sameiginlegu rannsóknar- og þróunarátaki á Ísafirði - 4.2.2005

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra undirrituðu á Ísafirði í gær samkomulag um að efla rannsóknar- og þróunarstarfsemi í sjávarútvegi. Rf er ætlað stórt hlutverk í þessu átaki.

Fréttir