Fréttasafn: 2005

Fyrirsagnalisti

Skemmtilegar nýjungar á Fræðsluvef Rf - 21.12.2005

Á vef Rf er að finna s.k. Fræðsluvef Rf, Á vísan að róa, þar sem smátt og smátt hefur verið safnað margvíslegum fróðleik sem tengist fisk, sjávarútvegi og fiskvinnslu. Markmiðið er að hafa efnið aðgengilegt og fræðandi og tvær nýjungar á Fræðsluvefnum eru ágæt dæmi um þessa viðleitni.  

Rafrænt fréttabréf Rf kemur út í dag - 12.12.2005

Í dag verður 1. tbl. af rafrænu fréttabréfi Rf sent út, en þar verður m.a. að finna ýmiss konar fréttaefni af vef Rf, tilkynningar o.s.frv. og er áformað að fréttabréfið komi út 1-2 í mánuði. Þeir sem áhuga hafa á að gerast áskrifendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á póstlista Rf, en það er hægt að gera á forsíðu vefs Rf.
Eldisþorskur rannsakaður á Rf

Flýgur fiskisagan: Rannsókn Rf á geymslueiginleikum eldisþorsks vekur athygli erlendis - 12.12.2005

Í síðasta mánuði var sagt frá skýrslunni Framtíðarþorskur: geymsluþol, áferð, vöðvabygging og vinnsla eldisþorsks sem nýlega kom út hér á Rf. Niðurstöður skýrslunnar hafa vakið talsverða eftirtekt langt út fyrir landsteinana.
Forsíða Tæknitíðinda Rf nr. 151

Öll Tæknitíðindi Rf komin á vefinn - 8.12.2005

Á árunum 1972 til 1986 gaf Rf út s.k. Tæknitíðindi og var það ein helsta leið stofnunarinnar á þessum árum til að birta og miðla upplýsingum um rannsóknir sínar. Alls komu 165 tbl. út og er þetta efni nú loksins allt aðgengilegt í tölvutæku formi (pdf) hér á vef Rf.

Námskeið fyrir Icelandic Group á Rf

Markaðsfólk á námskeiði hjá Rf - 1.12.2005

Símenntun er af hinu góða og í gær sótti 14 manna hópur sérfræðinga frá Icelandic Group námskeið á Rf til að rifja upp ýmis almenn atriði varðandi gæðamat, meðferð og geymslu á fiski. Fólkið kom frá hinum ýmsu deildum Icelandic samstæðunnar.

Einar Guðfinnsson opnar Seafoodnet-vefinn

Sjávarútvegsráðherra opnar nýja vefsíðu um öryggi sjávarafurða - 29.11.2005

Í morgun opnaði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, nýja vefsíðu á Rf þar sem safnað hefur verið saman upplýsingum um efnainnihald sjávarafurða á Norðurlöndum, bæði óæskileg efni og einnig næringarefni.

Eldisþorskur

Rf tekur þátt í verkefni um velferð eldisfiska - 23.11.2005

Rf tekur þátt í fjölþjóðlegu verkefni sem nefnist Welfare of Fish in European Aquaculture og fjallar um velferð fiska í eldi. Verkefnið er s.k. COST-verkefni, sem er stytting úr European Cooperation in the field of Scientific and Technical Research og er almennur rammi um Evrópusamstarf á sviði vísinda- og tæknirannsókna.

Fiskur rannsakaður á Rf

Eldisþorskur heldur ferskleikaeinkennum lengur en villtur þorskur - 14.11.2005

Nýlega kom út á Rf verkefnisskýrslan Framtíðarþorskur: geymsluþol, áferð, vöðvabygging og vinnsla eldisþorsks og er hún framhald skýrslunnar Framtíðarþorskur: gæðamat á eldisþorski, sem kom út haustið 2004. Í nýju skýrslunni birtast m.a. niðurstöður rannsókna á geymslueiginleikum og geymsluþoli flaka af aleldisþorski í samanburði við flök af villtum þorski. Á meðal þess sem í ljós kom var að lítill munur var á endanlegu geymsluþoli eldisþorsks og villts þorsks en flök af eldisþorski héldu þó ferskleikabragðinu marktækt lengur inn í geymslutímann.

RF hitun

RF-hitun: Nýstárleg tækni notuð til að hita fisk - 7.11.2005

Nýlega komu út á Rf tvær skýrslur með niðurstöðum rannsóknarverkefnis þar sem kannað var hvort nota mætti s.k. Radio-Frequency Heating Technology til að hita matvæli í því skyni að eyða öllum hættulegum örverum og auka þar með geymsluþolið.

Þorleifur Ágústsson

Þorskurinn gabbaður á Vestfjörðum! - 3.11.2005

Fyrir rúmu ári var rannsóknastofa Rf á Ísafirði formlega opnuð og við það tækifæri sagði Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Rf m.a. að í starfi rannsóknarstofunnar á Ísafirði yrði einkum lögð áhersla á rannsóknir og þróun á sviði fiskeldis. Fljótlega var svo sagt frá því að Rf væri komið í samstarf við fyrirtæki á Vestfjörðum og erlenda vísindamenn um rannsóknir á þorskeldi í sjókvíum. Að því er fram kemur á vef Bæjarins besta í dag fer nú að draga til tíðinda í þessu samstarfi.

Síða 1 af 7

Fréttir