Fréttasafn: september 2004

Fyrirsagnalisti

Á Þjónustusviði Rf

Árlegri úttekt á gæðakerfi og faggildingu Þjónustusviðs lokið: Rf stóðst prófið með láði. - 28.9.2004

Árleg úttekt SWEDAC (sænsku löggildingarstofnunarinnar) á gæðakerfi og faggildingu mælinga á Þjónustusviði Rf í Reykjavík og á Neskaupstað var gerð í gær. Voru úttektaraðilar ánægðir með það sem þeir sáu og heyrðu á Rf.

Alþjóðleg ráðstefna um heilnæmi og öryggi matvæla í október. - 22.9.2004

Dagana 14-15 október verður ráðstefnan Safe and Wholesome Food: Nordic reflections, haldin á Nordica hótelinu í Reykjavík. Á meðal gestafyrirlesara eru háttsettir aðilar frá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og hinni nýju Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA).

Nýjung á vefsíðu Rf: í umræðunni - 16.9.2004

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á vefsíðu Rf að safna saman undir einn hatt skýrslum o.fl. efni sem hvað mest er í deiglunni hverju sinni og snertir Rf. Er þennan nýja málaflokk að finna til hægri á síðunni undir heitinu í umræðunni

Vel heppnaður fundur um hreinlæti í mjólkuriðnaði - 10.9.2004

Á milli 30-40 manns sóttu fund um hreinlæti í mjólkuriðnaði, sem Rf, ásamt VTT Biotechnology í Finnlandi, stóðu að. Fundurinn var styrktur af Norræna nýsköpunarmiðstöðinni, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Hægt er að nálgast glærur fyrirlesara á fundinum.
Námskeið í Billingsgate markaðinum, London

Greinar frá Rf um ferskfiskmat og vinnslu lífvirkra peptíða í nýasta tbl. Ægis. - 8.9.2004

Í sjöunda tbl. Ægis 2004 er að vanda að finna ýmsa forvitnilega umfjöllun sem tengist sjávarútvegi og vinnslu sjávarfangs. Þar á meðal eru tvær greinar eftir sérfræðinga Rf, sú fyrri um þörfina á samræmdu mati á ferskleika fisks og sú seinni um vinnslu lífvirkra peptíða úr sjávarfangi.

Vöktun á lífríki sjávar við Ísland: Engar fréttir eru góðar fréttir - 7.9.2004

Þrátt fyrir nýlegar fréttir af óvenju hraðri hlýnun á Norðurskautinu taka breytingar í náttúrunni sem betur fer oftast langan tíma. Rf hefur í mörg ár tekið þátt í verkefni þar sem fylgst er með mengun og ástandi lífríkis sjávar umhverfis Ísland og niðurstöður mælinga sem ná til áranna 2002-2003 sýna litlar breytingar frá fyrri árum, t.d. eru lítil merki um að styrkur þungmálma og þrávirkra lífrænna efna færist í vöxt. Þetta má m.a. lesa má úr skýrslunni Monitoring of the Marine Biospheare around Iceland in 2002-2003.

Kynning á 6. matvælaáætlun ESB þri. 7. september - 6.9.2004

Á morgun, þri. 7. sept. kl. 9:00, verður kynning á 6. matvælaáætlun ESB. Það eru Rannís, Rf og Samtök iðnaðarins sem standa saman að þessari kynningu, sem haldin verður á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 9:00.  Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.  Dagskrá á pdf.

Fréttir