Fréttasafn: ágúst 2004

Fyrirsagnalisti

Fundur um hreinlæti í mjólkuriðnaði í september. - 20.8.2004

Þann 9. september verður haldinn fundur á Grand Hotel Reykjavik um hreinlæti í mjólkuriðnaði. Rf skipuleggur þennan fund í samvinnu við VTT Biotechnology í Finnlandi. Fundurinn er styrktur af Nordic Innovation Centre, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Rf skýrsla um aðgerðir til að tryggja áframhaldandi greiðan aðgang íslenskra sjávarafurða að helstu mörkuðum. - 18.8.2004

Á ríkisstjórnarfundi í gær kynnti sjávarútvegsráðherra skýrslu sem Rf tók nýlega saman fyrir ráðuneytið um leiðir til að tryggja að íslenskar sjávarafurðir eigi framvegis, sem hingað til, greiðan aðgang að helstu mörkuðum okkar.

Rannsóknarstofa Rf opnuð á Ísafirði - 10.8.2004

Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, opnaði formlega rannsóknarstofu Rf á Ísafirði í morgun. Við opnunina fluttu ráðherra og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, ávörp en síðan hófs ráðstefna um horfur í fiskeldi á Vestfjörðum.  Frá þessu er greint á heimasíðu Bæjarins besta á Ísafirði.
Eldisþorskur

Fundur um fiskeldi markar opnun rannsóknarstofu Rf á Ísafirði - 3.8.2004

Þriðjudaginn 10. ágúst n.k. verður haldinn kynningarfundur á Ísafirði undir yfirskriftinni “Þorskeldi – verðmætasköpun í norðri.” Tilefni fundarins er að opna formlega rannsóknarstofu Rf á Ísafirði.

Fréttir