Fréttasafn: júlí 2004

Fyrirsagnalisti

Sumarlokun skrifstofu Rf - Upplýsingar um símanúmer - 19.7.2004

Vegna sumarleyfa verður afgreiðsla Rf lokuð frá 19. - 31. júlí. Þó skiptiborðið sé lokað geta þeir sem þess þurfa haft samband við þá starfsmenn Rf sem eru að störfum á þessu tímabili. 
Annual report 2003

Ársskýrsla Rf á ensku komin út. - 8.7.2004

Skýrsla með yfirliti um starfsemi Rf á árinu 2003 er nú einnig komin út á ensku. Er skýrslan örlítið styttri en íslenska útgáfan eða 43 bls í stað 48. Hægt er að nálgast báðar skýrslurnar sem pdf-skjöl hér á heimasíðunni.
Námskeið í Billingsgate markaðinum, London

Rf leiðandi í kennslu á ferskfisksmati í Evrópu - 2.7.2004

Útflutningur á fersku sjávarfangi hefur aukist jafn og þétt á s.l. árum og líkti Morgunblaðið í gær þessari aukningu við sprengingu. Bretland er ennþá mikilvægasti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir og þar eru neytendur kröfuharðir, enda löng hefð fyrir fiskneyslu þar í landi. Billingsgate market í London er stærsti fiskmarkaður í Bretlandi og þar kynntu menn sér nýlega kosti þess að nota gæðastuðulsaðferðina QIM.


Fréttir