Fréttasafn: maí 2004

Fyrirsagnalisti

Prótein unnið á Skaganum

Prótein unnið úr bræðslufiski - 28.5.2004

Á síðustu árum hafa rannsóknir á Rf í æ ríkari mæli verið á sviði líftækni og nýrrar vinnslutækni þar sem unnið er að þróun nýrra afurða úr sjávarfangi, ekki síst úr bræðslufiski, vannýttum tegundum og aukahráefni. Verkefnið Nýjar próteinafurðir úr síld er eitt slíkt verkefni.
Sjávarafurðir í neytendapakkningum

Man einhver eftir rekjanleika? - 26.5.2004

Á nýlegu Fiskiþingi flutti Sveinn V. Árnason, vélaverkfræðingur á Rf, erindi sem hann nefndi: Rekjanleiki - Ný forsenda markaðsstarfs. Í erindinu gerði Sveinn m.a. að umtalsefni hvað rekjanleiki merkir og ræddi einnig tilurð reglugerðar ESB 178/2002, en hún tekur gildi um næstu áramót.
Skaginnflok

Skýrsla um áhrif roðkælingar á gæði - 24.5.2004

Komin er út skýrslan Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka, en verkefni sem ber sama heiti hófst á Rf á s.l. ári og hefur það markmið að auka þekkingu á áhrifum vægrar frystingar á eðlis- og efnafræðilega þætti fiskholds og einnig að bera afurðir unnar með hinni nýju vinnslutækni saman við hefðbundnar afurðir.

Fréttir