Fréttasafn: apríl 2004

Fyrirsagnalisti

Kveðjukaffi fyrir Elínu og Ásthildi

Samstarfsfólk á Rf kvatt - 30.4.2004

Nú um mánaðarmótin verða töluverðar breytingar á rekstri og starfsmannahaldi á Rf, sérstaklega á útibúunum Í Vestamannaeyjum, á Ísafirði og á Akureyri. Eru þær breytingar til komnar vegna áður boðaðra skipulagsbreytinga á viðkomandi stöðum. Þá láta tveir starfsmenn í Reykjavík af störfum eftir langan og farsælan starfsferil. 
Námskeið fyrir starfsfólk fiskmarkaða

Rf stendur fyrir námsstefnu í Brussel - 28.4.2004

Rf verður með bás á sýningarsvæði Útflutningsráðs Íslands á Sjávarútvegssýningunni í Brussel 4.-6. maí. Miðvikudaginn 5. maí mun Rf standa að námsstefnu um mat á ferskum fiski og er aðgangur ókeypis, en áhugasamir eru hvattir til að skrá sig fyrirfram. Vitað er að fjöldi Íslendinga mun heimsækja sýninguna, m.a. verður leiguflug héðan á mánudag.
QIM Handbækur

Handbók um skynmat á 11 tungumálum - 26.4.2004

Handbókin Skynmat á ferskum fiski eftir Emilíu Martinsdóttur, efnaverkfræðing á Rf, kom út árið 1995 og var hún hluti af ritröð er nefndist Handbók fiskvinnslunnar, en á meðal annarra rita í þeim flokki má t.d. nefna handbækur um skreiðarvinnslu og saltfiskverkun.  Af þessum ritum má segja að Skynmat á ferskum fiski hafi slegið rækilega í gegn en nú er búið að gefa bókina út á 11 tungumálum.  

GAFTA - viðurkenning Rf endurnýjuð - 14.4.2004

Samtök mjöl og fóðurframleiðenda í Bretlandi, The Grain and Feed Trade Association, veitir tvisvar á ári viðurkenningar þeim stofnunum og fyrirtækjum sem þau telja að uppfylli ýtrustu kröfur um mælingar á mjöli og fóðurmjöli.   Nýlega endurnýjuðu samtökin viðurkenningu til handa Rf.

Þáttakendur á fundi um Listeriu

Listeria stundum í meira magni í lokaafurðum en í sjálfu hráefninu - 6.4.2004

Um 50 manns sóttu fund Rf og Örverufræðingafélags Íslands um Listeriu, sem haldinn var nýlega. Eitt af því sem er athyglisvert við þessa bakteríu er að hún finnst stundum í meira magni í lokaafurðum, þ.e. eftir að búið er að vinna hráefnið í matvælavinnslu.

Rf auglýsir eftir sérfræðingum - 5.4.2004

Rf óskar eftir að ráða í tvær stöður sérfræðinga, annars vegar í Vestmannaeyjum og hins vegar á Ísafirði.  Viðkomandi sérfræðingum er ætlað að leiða ýmis verkefni er miða að því að auka verðmæti sjávarafurða. 

Fréttir