Fréttasafn: mars 2004

Fyrirsagnalisti

Sjofn_Sigurgisladottir

Rannsóknir lykillinn að meiri verðmætasköpun, segir forstjóri Rf - 31.3.2004

Í grein í Morgunblaðinu í dag fjallar Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, um nauðsyn markvissra rannsókna og þróunar sem lykilatriðis í því að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða til frambúar.

Fundur um Listeriu í matvælum, mönnum og dýrum. - 23.3.2004

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Örverufræðifélag Íslands boða til fræðslufundar þriðjudaginn 30 mars kl. 13.00 -16.00 á Grand Hótel Reykjavík. Fundarefnið er Listeria í mönnum, dýrum og matvælum.

Guðrún og Soffía við rafnefið

Grein í virtu vísindatímariti um margþátta skynjaratækni - 19.3.2004

Í nýjasta tölublaði vísindaritsins Trends in Food Science and Technology er að finna grein sem nefnist Multisensor for fish quality determination. Aðalhöfundur hennar er Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur á Rf.
Blóðgun og slæging

Nýr bæklingur um meðhöndlun á fiski - 4.3.2004

Rf hefur gefið út bæklinginn Mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski, sem, eins og titillinn gefur til kynna, fjallar um mikilvægi fyrstu meðhöndlunar á fiski eftir að hann veiðist, svo sem blóðgun, slægingu, þvott og kælingu. Þessi grundvallaratriði skipta höfuðmáli um það hversu mikil verðmæti hægt er að gera úr fiski. 
Lógo Flair Flow

Flair Flow-verkefnið í óvissu - 2.3.2004

Flair Flow er heiti á Evrópusambandsverkefni sem hófst fyrir 12 árum og hafði þann tilgang að miðla upplýsingum úr þeim rannsóknum sem ESB styrkir og tengjast matvælaiðnaði. Til stóð að verkefninu lyki um síðustu áramót en nú virðist sem ekki séu allir á eitt sáttir með það.

Fréttir