Fréttasafn: febrúar 2004

Fyrirsagnalisti

Ce tæki til að mæla peptíð

Nýtt tæki á Rf mælir lífvirk efni úr kolmunna - 24.2.2004

Verið er að taka í notkun á Rf nýtt tæki, Capillary electrophoresis, sem m.a. verður notað til að rannsaka hvort hægt sé að mynda peptíð með lífvirkni úr kolmunna. Lífvirkni er forsenda þess að unnt sé að nota kolmunna sem markfæði.
Eva Yngvadóttir

Á vistferilgreining erindi í sjávarútvegi? - 20.2.2004

Nýlega lauk 3. ára norrænu verkefni sem Rf stjórnaði, þar sem reynt var að meta hvort hægt sé að nota vistferilgreiningu (Life Cycle Assessment) til að meta heildarumhverfisáhrif fiskveiða og fiskvinnslu.
Rósa, Jörg og Guðrún

Fyrirtæki frá Asíu í sviðsljósinu á sjávarútvegssýningunni í Bremen - 18.2.2004

Sjávarútvegssýningin í Bremen, sem haldin er annað hvert ár, var haldin um síðustu helgi. Að sögn Guðrúnar Ólafsdóttur og Rósu Jónsdóttur, starfsmanna á Rf sem skoðuðu sýninguna, vakti það sérstaka athygli þeirra hversu mörg og áberandi fisksölufyrirtæki frá Asíu voru meðal sýnenda.
Þátttakendur í Fishnose

Fisknefið þefar uppi skemmdan lax - 17.2.2004

Nýlega var haldinn í Bremerhaven í Þýskalandi fundur í verkefninu Fishnose, en það fjallar um notkun rafnefs til að meta gæði reykts lax. Verkefnið felst í því að þróa/aðlaga rafnef frá fyrirtækinu AlphaMOS í Frakklandi til að meta reyktan lax, þ.e. hvort laxinn er farinn að skemmast.
Sjávarútvegsnefnd Alþingis í heimsókn á Rf

Sjávarútvegsnefnd Alþingis fundar með Rf - 16.2.2004

Sjávarútvegsnefnd Alþingis sótti Rf heim í morgun og kynnti sér starfsemi stofnunarinnar. Í nefndinni sitja 9 þingmenn og heldur nefndin sína reglulegu fundi á mánudagsmorgnum.  Undir nefndina heyra flest þau mál sem varða sjávarútveg hér á landi, nýtingu fiskimiða, meðferð og vinnslu sjávarafla.
Sigurjón Arason

Grein frá Rf um nýtingu aukaafurða í bandarísku ráðstefnuriti - 12.2.2004

Í nýútkominni bók er nefnist Advances in Seafood Byproducts: 2002 Conference Proceedings og gefin er út af Alaska Sea Grant College Program, birtist grein eftir Sigurjón Arason, efnaverkfræðing á Rf og einn helsta sérfræðing Rf á þessu sviði.
Skynmat

Rf tekur þátt í norrænni rannsókn á neysluvatni - 10.2.2004

Nýlega hófst verkefni á Rf sem felur í sér þátttöku í norrænni aðferðaþróun á neysluvatni  á vegum NMKL (Norræna matvælarannsóknanefndin). Verkefnið er styrkt af EK-LIVS ( Norræna embættisnefndin um matvæli). Þess má geta að hér á landi er neysluvatn skilgreint sem matvæli og í gildi er sérstök reglugerð sem kveður á um gæði þessi og öryggi fyrir neytendur. 

Grein um Listeriu eftir starfsmann Rf í nýjasta tbl. Food Microbiology - 6.2.2004

Í nýjasta tbl. hins virta vísindarits Food Microbioloy er grein eftir Birnu Guðbjörnsdóttur, matvælafræðing á Rf, og fleiri, er segir frá niðurstöðum viðamikillar hreinlætisúttektar m.t.t mengunar af völdum Listeriu í kjöt-, fisk- og fuglakjötsvinnslum á Norðurlöndum.  

Áherslubreytingar á Rf - 2.2.2004

Töluverðar breytingar munu verða á starfsemi Rf á næstu mánuðum, sérstaklega hvað varðar starfsemi á útibúum Rf. Markmið breytinganna er annars vegar að auka vægi rannsókna og þróunar í starfsemi Rf og jafnframt að draga úr samkeppnisrekstri.

Fréttir