Fréttasafn: janúar 2004

Fyrirsagnalisti

Beita

Rannsóknir skila nýrri, hagkvæmari beitu. - 26.1.2004

“Þróun beitu til línuveiða” er heiti á athyglisverðu Evrópusambandsverkefni sem Rf hefur unnið að og er nú lokið. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa beitu úr ódýru hráefni í stað þess að nota fisk sem hæfur er til manneldis sem beitu. Núna er verið að setja upp verksmiðju á Ísafirði og er búist við að framleiðsla á beitunni hefjist strax í febrúar.

Fiskflak eftir roðkælingu

Góður fundur um roðkælingu á Akureyri - 21.1.2004

Tæplega 40 manns sóttu kynningarfund um roðkælingu á fiski á Akureyri s.l. mánudag. Fyrir utan heimamenn sóttu fundinn aðilar frá nágrannabyggðunum, s.s. frá Dalvík og Ólafsfirði, en einnig voru þarna menn sem komnir voru langt að, frá Vopnafirði og jafnvel Eskifirði, að sögn Emilíu Martinsdóttur, deildarstjóra á Rf. Hér má skoða glærur frá fundinum.

Rúmlega 30 skýrslur komu út árið 2003 - 19.1.2004

Alls voru gefnar út 31 skýrsla á Rf á síðasta ári, sem er aukning frá árinu 2002, en þá voru skýrslurnar 20. Skýrslurnar endurspegla ágætlega fjölbreytni þeirra verkefna sem unnið er að á Rf´ um þessar mundir, en þar má t.d. nefna rannsóknir á bættum vinnsluferlum í fiskvinnslu, umhverfisrannsóknum, fiskeldi o.fl.
Birna & Guðrún í Vietnam

Rf heldur fleiri námskeið í Víetnam - 16.1.2004

Í vikunni komu þær Birna Guðbjörnsdóttir og Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingar á Rf, aftur úr ferðalagi til Víetnam, en þangað fóru þær og héldu þrjú námskeið með háskólafóki í Vietnam og aðilum úr fiskiðnaði. För þeirra er framhald tveggja heimsókna frá Rf til landsins árið 2003.
Rf/Skaginnfundur

Mikill áhugi á roðkælingu. - 14.1.2004

Á milli 70-80 manns sóttu kynningarfund um roðkælingu á fiski, sem Rf og Skaginn hf. héldu í Sjávarútvegshúsinu í dag. Er ljóst að mikill áhugi er á þessari nýjung í vinnslu og flutningum á ferskum fiski. Fresta þótt fundi um sama efni sem halda átti á Akureyri í gær, en hann verður haldinn þar innan tíðar.
Laxadiskur

Meira af laxi: Grein hefur engin áhrif á breska neytendur. - 13.1.2004

Neytendur í Bretlandi virðast ákveðnir í að láta viðvaranir við neyslu á eldislaxi sem vind um eyru þjóta, en í grein, sem birtist í tímaritinu Science í síðustu viku og sagt var frá hér í gær, voru sett spurningamerki við hollustu slíkrar vöru. Samkvæmt fréttum frá Bretlandi virðist sem Bretar hafi borðað fisk, þ.m.t. eldislax, sem aldrei fyrr eftir að grein Science birtist.
Lax

Hörð viðbrögð við grein um eldislax - 12.1.2004

Grein, sem birtist nýlega í tímaritinu Science, þar sem m.a. var varað við of mikilli neyslu á eldislaxi, hefur vakið talsverð viðbrögð laxabænda og lýðheilsufrömuða víða um heim. Samtök laxeldisfyrirtækja í Bresku Kólumbíu í Kanada birtir t.d. á heimasíðu sinni umsagnir ýmissa málsmetandi aðila í Kanada og Bandaríkjunum, þar sem fólk er hvatt til að borða áfram eldislax.
Skaginnflok

Roðkæling: Svarið við "ógninni frá Kína"? - 8.1.2004

Ný vinnslutækni, sem Skaginn hf. á Akranesi hefur þróað, þykir boða byltingu í vinnslu á ferskum fiski. Hugsanlega er þarna að finna svar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja við harðnandi samkeppni á fiskmörkuðum, einkum frá löndum í SA-Asíu, og sem stundum hefur verið kölluð "ógnin frá Kína"

Breyting á gjaldskrá Rf - 6.1.2004

Lítilsháttar breyting varð á gjaldskrá Rf um áramótin. Að sögn Heiðu Pálmadóttur, deildarstjóra þjónustusviðs Rf,  nemur hækkunin að meðaltali um 3% og stafar einkum af hækkun vísitölu.

Fréttir