Fréttasafn: desember 2003

Fyrirsagnalisti

Lodna

Geta íslenskar lækningajurtir aukið verðmæti loðnulýsis? - 18.12.2003

Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort og hvernig auka megi verðmæti uppsjávarafla, s.s. loðnu, síldar og kolmunna, en megnið af þessum tegundum eru í dag bræddar og nýttar í fóðurlýsi og mjöl. Í nýlegri rannsókn á Rf var rannsakað hvort nota mætti hefðbundnar íslenskar lækningajurtir og þörunga til að auka geymsuþol loðnulýsis og auka þannig verðmæti þess.

Matvælaöryggisstofnun Evrópu verður í Parma. - 16.12.2003

Áður hefur verið greint hér á síðunni frá styr sem staðið hafa um hvar Matvælaöryggisstofnun Evrópu, European Food Safety Authority (ESFA), yrði staðsett. Valið stóð einkum á milli Helsinki í Finnlandi og Parma á Ítalíu og hefur úlfúðin í kring um þetta mál valdið nokkrum titringi innan ESB.

ESB spáir lítilsháttar lækkun sjávarafurða árið 2004  - 9.12.2003

Framkvæmdastjórn ESB gefur árlega út e.k. viðmiðunarverðskrá um ferskar og frystar sjávarafurðir. Verðið sem ESB gefur út er byggt á meðalmarkaðsverði í aðlidarríkjunum s.l. þrjú ár, en auk þess er tekið tillit til þátta svo sem framboðs og eftirspurnar, breytingar á neysluvenjum o.fl. Sjá tillögur ESB.

Fréttir