Fréttasafn: september 2003

Fyrirsagnalisti

Árlegri úttekt á Rf lokið - 29.9.2003

Árleg úttekt SWEDAC á gæðakerfi og faggildingu þjónustusviðs Rf fór fram í síðustu viku. Úttektaraðilar heimsóttu að þessu sinni útibú Rf í Vestmannaeyjum og í Neskaupstað auk þess sem úttekt var gerð á þjónustusviði Rf í Reykjavík

Rf og Hólaskóli undirrita samstarfssamning - 11.9.2003

Í vikunni var undirritaður samstarfssamningur milli Rf og Hólaskóla á sviði rannsókna og kennslu í fiskeldi og tengdum greinum. Samningnum er ætlað að mæta vaxandi þörf fyrir menntun á háskólastigi á þessu sviði

Sjötta starfsár Sjávarútvegsskóla Háskóla S. Þ. - 3.9.2003

Í morgun hófst kennsla við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í sjötta sinn. Að þessu sinni stunda 22 nemendur frá 15 löndum nám við skólann og er það stærsti hópurinn til þessa, en 19 nemendur voru við skólann á síðasta skólaári.


Fréttir