Fréttasafn: febrúar 2003

Fyrirsagnalisti

Bölvaður olíugróðinn - 28.2.2003

Framámaður í norsku fiskeldi varar við því að norskt efnahagslíf sé að verða of háð útflutningi á olíu, með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir aðrar útflutningsgreinar, s.s. sjávarútveg. Hann líkir nosku efnahagslífi við Kúveit.

Nýtt símanúmer - 14.2.2003

Rf í Reykjavík hefur skipt um símanúmer. Nýja númerið er 530 8600 og nýtt faxnúmer er 530 8601. Bein innvalsnúmer til starfsmanna má finna hér á vefnum undir tenglinum Starfsmenn – Símaskrá

Neytendur velja skyndibitann fram yfir hollustu - 13.2.2003

Nýleg könnun í Bandaríkjunum sýnir að snarl af ýmsu tagi er að mörgu leyti farið að leysa hefðbundnar máltíðir af hólmi. Könnunin sýnir líka að neytendur velja tilbúna rétti og þá sem er fljótlegt að matreiða fram yfir þá sem eru hollari en tímafrekari að undirbúa og neyta.

Fimmta starfsári Sjávarútvegsskólans að ljúka - 7.2.2003

Í dag verður útskrifaður 5. árgangur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Skólinn er starfræktur samkvæmt sérstöku samkomulagi við Háskóla S.Þ. og er fjármögnun hans að mestu leyti hluti af framlögum Íslands til þróunaraðstoðar.

Gjaldskrá Rf hækkar um 2% - 6.2.2003

Lítilsháttar breyting varð á gjaldskrá Rf um síðustu áramót. Um er að ræða 2% hækkun sem stafar af hækkun vísitölu síðan síðasta gjaldskrá Rf tók gildi þann 10. júní 2002.

Skýrsla um leiðbeinandi mörk varðandi fráveituvatn - 4.2.2003

Nýkomin er út greinargerð um þær kröfur, sem gera þarf til þess fráveituvatns sem losað er í fráveitukerfi Reykjavíkurborgar m.t.t. þátta svo sem tæringar, rekstrartruflana og annarra óæskilegra áhrifa á kerfið

Rf heldur námskeið fyrir starfsfólk fiskmarkaða. - 3.2.2003

Um þessar mundir stendur Rf fyrir námskeiðum fyrir starfsmenn fiskmarkaða, þar sem kennt er hvernig meta á fisk samkvæmt gæðastuðulsaðferðinni (QIM). Alls verða sex námskeið haldin á þremur stöðum á landinu


Fréttir