Fréttasafn: janúar 2003

Fyrirsagnalisti

Notkun litarefnis í fiskeldi getur orsakað blindu - 29.1.2003

Evrópusambandið gaf í fyrradag út tilskipun sem miðar að því að lækka leyfilegt hámarksmagn af litarefninu canthaxanthin, sem notað er t.d. í laxeldi til að fiskurinn fái sinn rauða lit. Rannsóknir sýna að efnið getur leitt til blindu sé þess neytt í of miklu magni.

Mjöl og lýsi á dagskrá Evrópuþingsins í apríl. - 27.1.2003

ESB mun ákveða í vor hvort það afléttir ótímabundnu banni við notkun fiskimjöls og lýsis í fóðri jórturdýra, en bannið var sett í kjölfar kúariðufársins. Framleiðendur mjöls og lýsis fá tækifæri til að skýra sín sjónarmið í apríl.

 Norðmenn hugsa stórt í þorskeldinu. - 20.1.2003

 Normenn ætla sér stóra hluti hvað varðar þorskeldi á næstu árum. Norskt fyrirtæki, Cod Culture Norway (CCN), sem framleiðir þorskseiði, áætlar að ársframleiðsla á eldisþorski í Noregi muni meira en tífaldast á næstu 5 árum.

Matvælafyrirtæki sökuð um óeðlileg afskipti. - 9.1.2003

Í nýrri skýrslu eru matvælarisar á borð við Heinz,General Foods o.fl. sökuð um að reyna að hafa áhrif á matvælareglugerðir sem stofnanir á borð við Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Matvælastofnun S.Þ. (FAO) setja.

(Eldis) fiskur á dag kemur heilsunni í lag.... - 6.1.2003

Vísindamenn reyna nú að finna leiðir til að bæta heilnæmum fitusýrum við fóður eldisfiska í þeim tilgangi að bæta heilsufar neytenda. Fiskar geta innihaldið hlutfallslega meira af fitusýrunum en nokkur önnur dýr.


Fréttir