Fréttasafn: nóvember 2002

Fyrirsagnalisti

Noregur: Úthlutun laxeldisleyfa veldur deilum - 29.11.2002

Sú ákvörðun norska sjávarútvegsráðuneytisins fyrr í vikunni að úthluta 50 nýjum leyfum til laxeldis á næsta ári er umdeild. Þeir sem fyrir eru í greininni segja ákvörðunina vera óráð.

Lýðfræðilegar breytingar kalla á breytta markaðssetningu - 27.11.2002

Lýðfræðileg (demographic) samsetning Evrópu breytist hratt og kallar á nýjar áherslur við markaðssetningu á vöru og þjónustu, ekki hvað síst er varðar matvöru. Eftir því sem íbúar álfunnar eldast aukast kröfur um heilnæmi matvæla.

Tracefish: Staðlar til auðvelda viðskipti með fisk. - 26.11.2002

Nýlega var haldinn á Spáni lokafundur í Tracefish-verkefninu, en það fjallar um rekjanleika á fiski og var því skipt í þrennt: rekjanleiki villts fisks, rekjanleiki eldisfisks og tæknihópur. Rf var þátttakandi í vinnnu við staðalinn fyrir villtan fisk.

Ágæt aðsókn í Evrópuhús 2002. - 25.11.2002

Um helgina var s.k. Evrópuhús 2002 í Perlunni, þar sem fyrirtæki og stofnanir kynntu þau verkefni sem þau hafa unnið að og styrkt hafa verið af Evrópusambandinu. Rf tók þátt í kynningunni.

Rf tekur þátt í Evrópuhúsi í Perlunni - 22.11.2002

Um helgina verða margar stofnanir með kynningu á verkefnum sem þær hafa unnið að á s.l. árum og styrkt hafa verið af ESB. Kallast kynningin Evrópuhús 2002 og stendur yfir á laugardag og sunnudag á milli kl. 13-17. Allir eru velkomnir.

Noregur: Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnkar. - 12.11.2002

Fyrstu 10 mánuði ársins fluttu Norðmenn út sjávarafurðir fyrir um 280 milljarða íslenskra króna. Það er um 20 milljörðum króna lækkun útflutningsverðmæta frá sama tímabili í fyrra. Mestu munar um minni tekjur af útflutningi á þorski og lax til ESB-landa.

Þorskstofnar í Norðursjó að hruni komnir - 11.11.2002

Í dag mun hópur vísindamanna birta niðurstöður um ástand þorskstofna og annarra tegunda í Norðursjó. Vísindamennirnir munu væntanlega kynna þá niðurstöðu að þorskstofnarnir á svæðinu séu að hruni komnir.

Lúðusjómenn í N-Ameríku hræddir við samkeppni frá eldisfyrirtækjum - 1.11.2002

Sjómenn á lúðuveiðiskipum í N-Ameríku og Kanada vilja að veiðitímabilið verði lengt á næstu árum. Þeir segja að annars muni eldislúða verða allsráðandi á mörkuðum fyrir þennan fisk innan 10 ára.


Fréttir