Fréttasafn: október 2002

Fyrirsagnalisti

Fiskneysla minnkar líkur á heilabilun - 28.10.2002

Ný rannsókn virðist benda til þess að með því að borða fisk a.m.k. einu sinni í viku geti eldra fólk minnkað verulega líkurnar á að fá heilabilun. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði British Medical Journal.

Fundur um rekjanleika og merkingar sjávarafurða - 21.10.2002

Rf stendur fyrir fundi um rekjanleikja og merkingar sjávarafurða n.k. fimmtudag 24. október. Fundurinn verður haldinn í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4. og er aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Hann hefst kl. 14:00 og stendur til kl. 16:30.

17,5 milljarðar evra til rannsókna í 6. rammaáætlun ESB - 7.10.2002

Ákveðið hefur verið að veita 17,5 milljörðum evra til vísinda og rannsókna í 6. rammaáætlun ESB, sem gengur í gildi um næstu áramót. Framkvæmdastjórn ESB hefur þegar borist meira en 12.000 tilkynningar um hugsanleg rannsóknaverkefni, s.k. Expressions of interest (EoI). Þar af tengjast um 1000 rannsóknum á matvælum.


Fréttir