Fréttasafn: september 2002

Fyrirsagnalisti

Árlegri gæðaúttekt á Rf lokið - 20.9.2002

Í vikunni var lokið við árlega gæðaúttekt á starfsemi Rf. Að þessu sinni var gerð úttekt á útibúum Rf á Ísafirði og Akureyri, auk starfseminnar í Reykjavík. Þar með má segja að ISO 17025 staðallinn hafi nú að fullu tekið gildi í starfsemi Rf.

Nýr fjármálastjóri á Rf - 19.9.2002

Aðalbjörg Elín Halldórsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem fjármálastjóri á Rf og var hún valin úr stórum hópi umsækjenda. Aðalbjörg er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

Beðið eftir...Matvælastofnun Evrópu - 10.9.2002

Enn á ný veldur hin nýja Matvælastofnun Evrópu óánægju og deilum, þrátt fyrir að hún sé varla tekin til starfa. Neytendasamtök í Evrópu gagnrýna nú harðlega hvernig staðið var að vali á stjórn stofnunarinnar sem þeir segja allt of halla undir ríkistjórnir ESB-landanna.

Vel heppnuð ráðstefna Rf í Kópavogi - 6.9.2002

Á milli 70-80 manns sóttu ráðstefnu sem Rf stóð fyrir í gær í Kópavogi. Yfirskrift ráðstefnunnar var


Fréttir