Fréttasafn: apríl 2002

Fyrirsagnalisti

Aukin áhersla á öryggi matvæla í Codex - 22.4.2002

Codex Alimentarius er latneskt heiti á alþjóðlegum viðmiðunarreglum um matvæli sem hafa verið í gildi s.l. 40 ár. Nú stendur fyrir dyrum að endurskoða þessar reglur til að þær endurspegli sem best aðstæður í matvæaframleiðslu í dag.

Nýr forstjóri Rf - 19.4.2002

Sjávarútvegsráðherra hefur skipað dr. Sjöfn Sigurgísladóttur í stöðu forstjóra Rf frá og með 1. maí n.k. Sjöfn er matvælafræðingur að mennt og hefur gegnt starfi forstöðumanns Matvælasviðs Hollustuverndar ríkisins s.l. tvö ár. Starfsfólk Rf býður Sjöfn velkomna í hópinn.

Áríðandi tilkynning til viðskiptavina Rf! - 17.4.2002

Með lögum nr.169/2000 um breytingu á lögum nr. 93/1995 um matvæli segir: "Eftirlitsaðilar og þeir sem framleiða matvæli eða dreifa þeim skulu tilkynna til hlutaðeigandi stofnana, sem eru ráðuneytum til ráðgjafar samkvæmt ákvæðum III. kafla laganna, ef gögn sem þessir aðilar hafa undir höndum eða aðrar ástæður benda til hættu á heilsutjóni vegna neyslu matvæla. Sama tilkynningarskylda á við um þá sem starfa við rannsóknir og greiningu á matvælum ef þeir greina í matvælum örverur sem geta valdið sjúkdómum í mönnum sem eru tilkynningarskyldir samkvæmt ákvæðum sóttvarnarlaga, nr. 19/1997, eða reglna settra með stoð í þeim lögum".

Heilnæmi fisks: Seint verður góð vísa of oft kveðin - 11.4.2002

Enn og aftur sýna rannsóknir hversu hollt það er að borða fisk. Í hinu virta tímariti New England Journal of Medicine, sem út kom í dag, er greint frá því að regluleg fiskneysla geti dregið úr líkum á dauða vegna hjartaáfalls um allt að 81%.

Markfæði hittir í mark í Bretlandi - 8.4.2002

Vinsældir s.k. markfæðis hafa aukist verulega í Bretlandi, eins og víðar í iðnvæddum ríkjum, á síðustu árum. Sala á mat og drykkjum af þessu tagi jókst um 159% á árunum 1999-2001 í Bretlandi og talið er að enn séu verulegir möguleikar fyrir hendi til að auka söluna enn frekar.


Fréttir