Fréttasafn: mars 2002

Fyrirsagnalisti

Sjávarútvegsráðherra í góðum félagsskap

Auður í krafti kvenna í Sjávarútvegshúsinu! - 26.3.2002

Í dag er sérstakur dagur, þar sem foreldrar voru hvattir til að leyfa dætrum sínum á aldrinum 9-15 ára til að koma með sér í vinnuna. Auður í krafti kvenna nefnist þetta sérstaka átak og milli 40 og 50 stúlkur hafa af þessu tilefni verið í heimsókn í Sjávarútvegshúsinu í dag. Þetta eru dætur starfsfólks Sjávarútvegsráðuneytisins,Hafró, Rf og Fiskistofu.

Fundur í LCA verkefninu

Vistferilgreining í fiskiðnaði á Rf - 22.3.2002

Í dag lýkur tveggja daga námsstefnu um s.k. vistferilgreiningu í sjávarútvegi og fiskiðnaði á Rf. Þátttakendur, sem koma víða að, munu flytja fyrirlestra og skiptast á skoðunum og upplýsingum sem snerta sjávarútveg og umhverfismál.

Ráðstefna um gæði fisks, merkingar og rekjanleika - 20.3.2002

Ráðstefna um góða framleiðsluhætti (GMP) í fiskiðnaði og um borð í fiskiskipum og á fiskmörkuðum verður haldin í Flórens á Ítalíu dagana 15.-17. apríl n.k. Ráðstefnan er lokafundur í tveimur ESB- verkefnum um gæðamerkingar fisks og aðferðir til að meta ferskleika og gæði sem Rf er þátttakandi í.

Þátttakendur verkefnisins þróun beitu til línuveiða

Fundur á Rf um þróun nýrrar tegundar beitu - 19.3.2002

Vinnu við verkefnið "Þróun á nýrri tegund beitu til línuveiða," sem Rf vinnur að ásamt fleiri aðilum, miðar vel áfram. Í gær var fundur á Rf þar sem þeir aðilar, sem að verkefninu koma, báru saman bækur sínar.

Noregur:Stefnt að því að verðmæti sjávarafurða verði álíka og af olíunni - 14.3.2002

Svein Ludvigsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir að hægt sé að auka útflutningsverðmæti norskra sjávarafurða úr um 30 milljörðum norskra króna í dag í um 200 milljarða á næstu 20-30 árum. Það er álíka mikið og Normenn reikna með að fá fyrir norska olíu og gas á þessu ári.

MARITECH færir út kvíarnar - 8.3.2002

Maritech International og Surefish Inc. hafa gert samning um yfirtöku Surefish á WiseFresh (áður QimIT) hugbúnaðinum frá Maritech sem mun hér eftir heita SureFresh. Rf átti stóran þátt í þeirri vinnu sem hugbúnaðurinn byggir á.

Ítalskir neytendur ekki ginnkeyptir fyrir nýjungum - 7.3.2002

Niðurstöður könnunar, sem birt var á Ítalíu í dag, sýnir að þar í landi eru menn ekki ýkja hrifnir af erfðabreyttum matvælum. Flestir sögðust ekki myndu kaupa matvæli sem innihéldu slík efni, hvort sem þau brögðuðust betur eða væru ódýrari.

Spáð í framtíð matvælaiðnaðar á Norðurlöndum - 1.3.2002

Fyrir nokkrum vikum var haldin ráðstefna í Svíþjóð á vegum Norræna iðnþróunarsjóðsins sem bar yfirskriftina "The future for Nordic food innovation." Þar spáðu m.a. vísindamenn, stjórnmálamenn, talsmenn neytenda og iðnaðar í framtíðina. Hér má lesa stutta samantekt af því sem þar kom fram.


Fréttir