Fréttasafn: febrúar 2002

Fyrirsagnalisti

Upplýsingasíða um meltingarflóru - 28.2.2002

Flestir vita að í þörmum fólks dafnar fjölskrúðugt líf ýmissa nytsamra gerla sem hafa bætandi áhrif á heilsu þess. Nýlega var opnuð vefsíða á vegum ESB þar sem safnað hefur verið saman upplýsingum um ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði

Um borð í vinnsluskipinu Venusi

Fundað um ORKUSPAR-verkefnið - 26.2.2002

Annar fundur í verkefninu ORKUSPAR var haldinn í Reykjavík um s.l. helgi. Ef allt gengur að óskum gæti afrakstur verkefnisins leitt til verulegs fjárhagslegs- og umhverfislegs ávinnings fyrir bæði atvinnulífið og þjóðfélagið í heild

Ráðstefna um notkun timburs í matvælaiðnaði - 22.2.2002

Notkun timburs í matvælaiðnaði hefur minnkað verulega síðustu áratugi, á meðan notkun plasts og málma hefur aukist að sama skapi. Ekki eru allir á eitt sáttir varðandi þessa þróun. Á ráðstefnu í Kaupmannahöfn í apríl n.k. verður timbur í matvælaiðnaði á dagskrá

Ingibjörg Jónsdóttir á Framadögum

Rf á framadögum atvinnulífsins - 15.2.2002

Framadagar, en svo nefnist sérstakt kynningarátak háskóla á Íslandi, eru nú haldnir í áttunda sinn. Rf og fleiri aðilar úr íslensku atvinnulífi kynna m.a. starfsemi sína á framadögum í Háskólabíó í dag.

Skýrsla um lús frá laxeldisstöðvum veldur deilum í Kanada - 14.2.2002

Í nýlegri skýrslu kanadískra umhverfisverndarsamtaka eru þarlend yfirvöld gagnrýnd fyrir að gera lítið úr þeirri hættu sem villtum laxi stafar af sjólús (Lepeophtheirus salmonis) frá laxeldisstöðvum. Hér er hægt að skoða umrædda skýrslu (PDF)

Háþrýstingur gegn örverum í matvælum - 12.2.2002

Vísindamenn eru nú að þróa tækni sem byggir á því að nota vatnsþrýsting til að eyða skaðlegum örverum í matvælum. Aðferðin mun hugsanlega einkum koma framleiðendum og neytendum tilbúinna matvæla til góða

Veitingahúsakeðja hættir að bjóða upp á fisktegundir sem taldar eru í hættu - 8.2.2002

Veitingahúsakeðja í Bretlandi, sem sérhæfir sig í sjávarréttum, hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á skötusel, skötu og sverðfisk. Ástæðan er sú að umhverfisverndarsamtök þar í landi telja þessar fisktegundir ofveiddar

Heildarafli Norðmanna árið 2001 svipaður og árið á undan - 4.2.2002

Bráðabirgðatölur norsku hagstofunnar yfir heildarafla og verðmæti landaðs afla þar í landi á síðasta ári sýnir svipaðan heildarafla og árið 2000,eða um 2,6 milljónir tonna. Aflaverðmætið nemur um 11,2 milljörðum norskra króna, eða um 126 milljörðum íslenskra króna.


Fréttir