Fréttasafn: janúar 2002

Fyrirsagnalisti

Pólland bannar innflutning á fiskimjöli - 30.1.2002

Pólsk yfirvöld hafa lagt á tímabundið bann við innflutningi á öllu fiskimjöli. Ástæðan er sú að leifar af sýklalyfi, sem getur verið skaðlegt fólki, fannst nýlega í fóðri í Þýskalandi. Fóðrið hafði m.a. verið unnið úr fiskimjöli.

Laxeldi: Norðmenn hóflega bjartsýnir fyrir árið 2002 - 22.1.2002

Reiknað er með að rúmlega 1 milljón tonn af Atlantshafslaxi verði sett á markað á þessu ári. Norðmenn eru sem fyrr langstærstir á þessum markaði, þó svo hlutdeild þeirra á heimsmarkaði hafi minnkað úr 57% árið 1997 í 42% í fyrra

Sósustríð í uppsiglingu - 9.1.2002

Hatrammar deilur hafa risið vegna skilgreiningar ESB á því hvenær sósa telst ekki lengur vera sósa heldur grænmeti. Kjánalegt? Það finnst sumum af stærstu matvælafyrirtækjum í heimi ekki, enda um mikla hagsmuni að ræða.

Hugbúnaður til að bæta orkunýtingu - 7.1.2002

Rf vekur athygli á grein sem birtist í 11. tölublaði tímaritsins Ægis árið 2001.Greinina rita þau Eva Yngvadóttir og Sigurjón Arason, sérfræðingar á Rf, og ber hún yfirskriftina ORKUSPAR. Það er heiti verkefnis sem miðar að því að bæta orkunýtingu skipa og í fiskiðnaði. Hugsanlega er hér um að ræða nýjung sem getur skilað Íslendingum verulegum umhverfislegum- og fjárhagslegum ávinningi

Skýrslur ársins 2000 opnaðar - 4.1.2002

Búið er að setja ýmsar skýrslur, sem gefnar voru út árið 2000, út á netið. Hægt er að lesa þær, ásamt ýmsum eldri skýrslum, í heild sinni með því að smella á Útgáfa og svo Eldra efni.


Fréttir