Fréttasafn: 2002

Fyrirsagnalisti

Jólakveðjur frá Rf. - 20.12.2002

Starfsfólk Rf óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Vinsamlega smellið á meira til að fá upplýsingar um opnunartíma Rf um hátíðirnar.

Áhugaverður fyrirlestur n.k. föstudag - 17.12.2002

Athygli er vakin á erindi dr. Harðar G. Kristinssonar, "Rannsóknir á áhrifum kolmónoxíðs og síaðs reyks til að auka gæði og lengja geymsluþol sjávarafurða," sem flutt verður í fundarsal á 1. hæð Skúlagötu 4, föstudaginn 20. des. kl. 13

Matvælastofnun Evrópu: Bara fögur fyrirheit? - 12.12.2002

Framlög til Matvælastofnunar Evrópu, European Food Safety Authority (EFSA), sem reyndar er ekki tekin til starfa enn, hafa verið skorin niður um helming. Spurningar hafa vaknað hvort þingmenn á Evrópuþinginu séu þegar búnir að gleyma kúariðufárinu og gin og klaufaveikifaraldinum sem geysaði fyrir nokkrum misserum.

Svíar falla fyrir "umhverfisvænum" þorski - 2.12.2002

Margir sænskir neytendur eru hættir að kaupa villtan þorsk vegna umræðna um ofveiði þorskstofna, m.a. í Norðursjó og Eystrasalti. Þeir hafa hins vegar tekið eldisþorski frá Noregi opnum örmum og telja að þar sé um umhverfisvæna matvöru að ræða.

Noregur: Úthlutun laxeldisleyfa veldur deilum - 29.11.2002

Sú ákvörðun norska sjávarútvegsráðuneytisins fyrr í vikunni að úthluta 50 nýjum leyfum til laxeldis á næsta ári er umdeild. Þeir sem fyrir eru í greininni segja ákvörðunina vera óráð.

Lýðfræðilegar breytingar kalla á breytta markaðssetningu - 27.11.2002

Lýðfræðileg (demographic) samsetning Evrópu breytist hratt og kallar á nýjar áherslur við markaðssetningu á vöru og þjónustu, ekki hvað síst er varðar matvöru. Eftir því sem íbúar álfunnar eldast aukast kröfur um heilnæmi matvæla.

Tracefish: Staðlar til auðvelda viðskipti með fisk. - 26.11.2002

Nýlega var haldinn á Spáni lokafundur í Tracefish-verkefninu, en það fjallar um rekjanleika á fiski og var því skipt í þrennt: rekjanleiki villts fisks, rekjanleiki eldisfisks og tæknihópur. Rf var þátttakandi í vinnnu við staðalinn fyrir villtan fisk.

Ágæt aðsókn í Evrópuhús 2002. - 25.11.2002

Um helgina var s.k. Evrópuhús 2002 í Perlunni, þar sem fyrirtæki og stofnanir kynntu þau verkefni sem þau hafa unnið að og styrkt hafa verið af Evrópusambandinu. Rf tók þátt í kynningunni.

Rf tekur þátt í Evrópuhúsi í Perlunni - 22.11.2002

Um helgina verða margar stofnanir með kynningu á verkefnum sem þær hafa unnið að á s.l. árum og styrkt hafa verið af ESB. Kallast kynningin Evrópuhús 2002 og stendur yfir á laugardag og sunnudag á milli kl. 13-17. Allir eru velkomnir.

Noregur: Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnkar. - 12.11.2002

Fyrstu 10 mánuði ársins fluttu Norðmenn út sjávarafurðir fyrir um 280 milljarða íslenskra króna. Það er um 20 milljörðum króna lækkun útflutningsverðmæta frá sama tímabili í fyrra. Mestu munar um minni tekjur af útflutningi á þorski og lax til ESB-landa.

Síða 1 af 6

Fréttir