Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Food

Hvernig munu loftslagsbreytingar og breytingar í hegðun neytenda/ferðamanna hafa áhrif á mat í ferðaþjónustu í framtíðinni? - 12.3.2021

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í kynningarfundinum þá er hér skráningahlekkur. Þeim sem taka þátt í kynningarfundinum er svo boðið á sérstaka vinnustofu þar sem frekar verður unnið með tækifæri Íslands þegar kemur að mat í ferðaþjónustu. 

Capelin-thermometer

Mikilvægt að sjávarútvegur hugi að aðgerðum til að aðlaga starfsemi sína að breyttu umhverfi vegna loftslagsbreytinga - 10.3.2021

Vísindatímaritið Climatic Change birti á dögunum grein sem lýsir kerfisbundinni aðferð og leiðsögn um það hvernig sjávarútvegur og fiskeldi geta aðlagað starfsemi sína að áhrifum loftslagsbreytinga. Starfsmenn Matís, þau Ragnhildur Friðriksdóttir og Jónas R. Viðarsson, fóru fyrir þeirri vinnu sem liggur að baki aðferðafræðinni sem lýst er í greininni, en sú rannsóknarvinna átti sér stað innan verkefnisins ClimeFish sem lauk á síðasta ári.

Shutterstock_1680545872

Hvers virði eru skynmats- og neytendafræði?„Gagnvirk“ ráðstefna á netinu 27.-28. apríl 2021 - 5.3.2021

Yfirskrift ráðstefnunnar er „What is the Added Value of Sensory and Consumer Science?“. Þar verður m.a. fjallað um miðlun upplýsinga sem fást úr skynmati og neytendarannsóknum. Áherslan verður á vísindalegar niðurstöður og notagildi og miðlun þeirra til iðnaðar sem og samfélagsins

Thorskur-i-kassa

Áskoranir og árangur Íslendinga í frekari vinnslu og fullvinnslu sjávarafurða til útflutnings frá Íslandi - 5.3.2021

Jónas R. Viðarsson, sviðsstjóri verðmætasköpunar hjá Matís, var með erindi hjá Þekkingarsetrinu í Vestmannaeyjum 25. febrúar síðastliðinn sem bar titilinn „Áskoranir og árangur Íslendinga í frekari vinnslu og fullvinnslu sjávarafurða til útflutnings frá Íslandi“. 

Shutterstock_300979883

Afurðir íslenskra geita henta í matvæli - 3.3.2021

Um þessar mundir má finna fjölbreyttar umfjallanir og líflegar umræður um geitfjárrækt á ýmsum frétta- og samfélagsmiðlum. Kveikjan að þessu var umsögn með höfnun sem barst umsækjanda í Matvælasjóð en sá var eini umsækjandinn úr hópi geitfjárræktenda á Íslandi. Umsögnin hefur fengið töluverða athygli vegna þess að hún þykir bera merki um fordóma og fáfræði umsagnaraðila á stöðu geitfjárræktarinnar hér á landi í dag.  

Kokkabok-kerfi

Matreiðslubók fyrir kerfisbreytingar – Norrænar nýsköpunaraðferðir fyrir sjálfbær matvælakerfi - 25.2.2021

Á dögunum kom út heldur óhefðbundin matreiðslubók á vegum Norrænu Ráðherranefndarinnar sem Matís hafði aðkomu að. Í bókinni sem ber heitið Matreiðslubók fyrir kerfisbreytingar – Norrænar nýsköpunaraðferðir fyrir sjálfbær matvælakerfi er rætt um mikilvægar kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað til að greiða fyrir nýsköpun í matvælakerfum svo við getum tekist á við þær samfélagslegu áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir. 

Cooking

Matarsmiðjan - 18.2.2021

Hjá Matís er starfrækt svokölluð matarsmiðja. Matarsmiðjan er í raun eldhús og vinnsluaðstaða með fjölbreyttum búnaði, tækjum og áhöldum til taks þannig að mögulegt er að stunda margvíslega matvælavinnslu í aðstöðunni. Vinnslan getur farið fram að því gefnu að hún hafi fengið tilskilin leyfi til rekstursins eða vottun.

Einn þeirra frumkvöðla sem unnið hefur að sínum verkefnum í Matarsmiðjunni er Eva Rún Jensdóttir hjá Cooking Harmony  

Mulinn

Múlinn samvinnuhús – nýtt húsnæði Matís í Neskaupstað - 12.2.2021

Flutningar eru hafnir á starfsstöð Matís á Austurlandi. Þeir fjórir starfsmenn sem þar starfa eru um þessar mundir að flytja sig um set yfir í nýtt húsnæði sem hefur fengið nafnið Múlinn samvinnuhús en það var tekið í gagnið um áramót. 

Asta_Heidrun_E_Petursd_svhv_vef_wide

Nýr sviðsstjóri lýðheilsu og matvælaöryggis - 11.2.2021

Í dag 11. febrúar er alþjóðlegur dagur kvenna í vísindum. Það er því vel við hæfi að varpa ljósi á eina öfluga vísindakonu og kynna í leiðinni til leiks nýjan sviðsstjóra lýðheilsu og matvælaöryggis hjá Matís., Dr. Ástu Heiðrúnu E. Pétursdóttur.

Heyrullur_a_tuni

Vísindatímaritið Icelandic Agricultural Sciences er komið út - 8.2.2021

33. árgangur tímaritsins Icelandic Agricultural Sciences fyrir árið 2020 kom út á dögunum og má finna í rafrænni útgáfu á ias.is. 

Síða 1 af 196

Fréttir