Nemendaverkefni

Á þessari síðu má finna lista yfir verkefni hjá Matís en verkefnin eru af ýmsum toga, ýmist meistara- eða doktorsverkefni. Til að sækja um þátttöku í verkefni, vinsamlegast fyllið út umsókn um Nemendaverkefni hér 
Ef þú/þið hafið hugmynd að áhugaverðu verkefni sem Matís kæmi að, sendið þá inn umsókn á sama stað.

Sækja um nemendaverkefni 

 __________________________________________________________________________________

Heiti verkefnis: Notkun íslenskra gerla við alkahól framleiðslu úr mysu.

Námsgrein: Örverufræði/Líftækni

Lýsing: Mysa er náttúruleg afurð sem verður til við ostagerða og fer megnið af henni til spillis í dag. Aðferðir til að framleiða alkahól úr mysu eru vel þekktar en hafa hingað til ekki borgað sig. Markmið meistaranámsverkefnisins er að finna bestu aðstæður fyrir framleiðslu alkahóls úr mysu, frá smáskala í stórskala. Meistaraneminn mun vinna náið með vísindamönnum Matís og öðrum sem tengjast verkefninu við að finna réttar aðstæður eins og t.d. hita, loftun, sýrustig  ofl. í ræktunartönkum til að fá hámarks framleiðslu alkahóls. Unnið verður einnig að þróa aðferð til að eima alkahólið frá mysunni.  Verkefnið er hluti af Rannsóknaverkefninu „Mysa í vín“ 

Sækja um nemendaverkefni

 __________________________________________________________________________________

 Heiti verkefnis: Fjölbreytileiki ræktaðra og óræktaðra örvera í borholum Surtseyjar.

Námsgrein: Örverufræði/Umhverfisfræði

Lýsing: Unnið verður með sýni sem verða tekin úr borholum í Surtsey.  Markmið meistaranámsverkefnisins skoða tilvist og fjölbreytileiki örvera við mismunandi hitastig í innviðum eyjarinnar til að fá innsýn í landnám örvera og hlutverk þeirra í Surtsey. Notuð verður mismunandi tækni við ræktanir og þeir stofnar sem verða einangraðir verða skilgreindir með  MALDI-TOF Biotyper. DNA verður einangrað úr sýnum og fjölbreytileikinn skoðaður með næstu kynslóðar raðgreiningartækni (NGS). Meistaraneminn mun vinna náið með vísindamönnum Matís og öðrum sem tengjast verkefninu en verkefnið er hluti af Rannsóknaverkefninu „Borverkefnið IceSUSTAIN í Surtsey: Myndun og þróun eldfjallaeyjar og landnám lífríkis í heitu bergi“ 

Sækja um nemendaverkefni

 __________________________________________________________________________________

Heiti verkefnis: Aukin verðmæti frosinna karfaafurða

Námsgrein:  Matvælafræði

Lýsing: Tilgangur verkefnisins er að greina gæði og geymsluþol karfaafurða í frosti eftir mismunandi hráefnisgæðum og geymsluaðstæðum. Einnig að kanna leiðir til þess að framleiða kældar karfaafurðir úr frystu hráefni.

Sækja um nemendaverkefni

 __________________________________________________________________________________

Heiti verkefnis: Áhrif mismunandi hjálparefna og pökkunarlausna á gæði og stöðugleika frystra makrílafurða

Námsgrein: Matvælafræði

Lýsing: Tilgangur verkefnis er að prófa mismunandi hjálparefni og pökkunarlausnir fyrir frosnar makrílafurðir, með það að markmiði að auka stöðugleiki og gæði þessara afurða við geymslu. Verkefnið felst í skimun og prófun á eiginleikum mismunandi hjálparefna, módel rannsókn á mismunandi efnum og uppskölun á væntanlegum lausnum.

Sækja um nemendaverkefni

 __________________________________________________________________________________

Heiti verkefnis: Hringormur í íslenskum fiskafurðum

Námsgrein: Matvælafræði/líffræði

Lýsing: Tilgangur verkefnis er að kanna leiðir til þess að greina og/eða fjarlægja hringorma úr ferskum fiski. Farið verður í ítarlega greiningarvinnu á hugsanlegum leiðum til þess að greina og/eða fjarlægja hringorma í fersku hráefni. Hugsanlegar leiðir verða prófaðar. Við prófun þessara leiða verður bæði horft til þeirra áhrifa sem þær hafa á hringorma og eiginleika fiskvöðvans

Sækja um nemendaverkefni


 __________________________________________________________________________________

 Heiti verkefnis: Efnasamsetning rauðátu – útdráttur ensíma ásamt lífvirkra og annarra verðmætra efna.

Námsgrein: Matvælafræði/líffræði

Lýsing: Rauðáta jafnt í sjó sem í maga uppsjávarfiska hefur valdið framleiðendum uppsjávarfisksafurða miklum vandræðum við vinnslu og dregið úr gæðum lokaafurða. Með því að aðlaga betur vinnsluferla uppsjávarfiska með það fyrir augum að markmiði að hægja á eða stöðva þá skemmdarferla sem rauðátan getur valdið er hægt að tryggja framleiðslu á betri afurðum. Jafnframt er rauðátan sjálf rík á ýmsum verðmætum efnum, s.s. ensímum, fitusýrum, astaxanthíni ofl. En efnasamsetning hennar er breytileg m.a. eftir veiðisvæðum og veiðitíma. Markmið verkefnisins er því að leita leiða til að draga út ýmis verðmæt efni úr rauðátu á sem hagkvæmastan og bestan máta til frekari vinnslu afurða úr rauðátunni til manneldis og kanna stöðugleika og gæði þessara afurða.

Sækja um nemendaverkefni

_________________________________________________________________________________________

Heiti verkefnis:  Smáframleiðsla á kjötvörum.  Þróun á matarminjagripum

Námsgrein: Matvælafræði eða skyldar greinar

Stutt lýsing á verkefni: Tilgangur verkefnisins er að þróa þurrkaðar og gerjaðar pylsur úr verðminni hlutum kindakjöts eins og frampörtum og slögum í þeim tilgangi að auka verðmæti við heimavinnslu kjötafurða. Hlutverk meistaranemans verður að:

  • afla upplýsinga og vera með í velja og framleiða nokkrar útgáfur af  gerjuðum pylsum
  • rannsaka áhrif uppskrifta og framleiðsluþátta á öryggi, gæði og geymsluþol afurðanna og viðhorf neytenda til þeirra. 

Ávinningur verkefnisins gæti orðið meiri tekjur og meiri vinna heima í héraði og þekking og reynsla og tengsl sem nýtast smáframleiðendum við að þróa og framleiða nýjar vörur fyrir ferðamenn og matgæðinga.

Stærð verkefnis: 60 eða 90 ECTS

Sækja um nemendaverkefni

__________________________________________________________________________________

 Heiti verkefnis: Vöktun og gagnaskráning með brottkasti

Námsgrein: Sjávarútvegsfræði/umhverfisfræði/???

Stutt lýsing á verkefni: Með innleiðingu brottkastsbannsins (Landing Obligation) sem nú er verið að innleiða í fiskveiðum Evrópusambandsins mun þurfa á aukinni vöktun og gagnaskráningu á brottkasti. Verkefnið mun snúast um að greina frá núverandi stöðu, bera kennsl á mögulegar aðferðir til úrbóta og frekari útfærslu á þeim. Meðal þeirra leiða sem munu koma til greina eru myndavélakerfi (CCTV), rafrænar afladagbækur (e-logbooks), gervihnattareftirlit (VMS), tölvusjón/myndgreining, massabókhald ofl. Verkefnið er hluti af evrópska rannsóknarverkefninu www.discardless.eu


Sækja um nemendaverkefni