Vottuð matvælavinnsla | Matarsmiðja

Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu og sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins. Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarrar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst. 

Starfssemi í matvælavinnslu Matís, Vínlandsleið 12

Matvælavinnslusvæðin skiptast í móttökusal, vinnslusal, tækjasal, þurrrými, hitunarrými, pökkunarrými og tilraunaeldhús ásamt þeim geymslum, kælum og frystum sem þessum rýmum tilheyra. Við vinnu í þessum rýmum þarf að klæðast viðeigandi vinnufatnaði og viðhafa þau vinnubrögð í umgengni og hreinlæti sem aðstæður krefjast. Einnota samfestingar, skóhlífar og hárnet eru geymd í fatahengi við salerni við inngang í vinnslurými.

Tækjabúnaður

  • Í móttökusal er vog, bandsög og færanlegt vinnuborð, hægt er að kæla vinnslurýmið. Þar eru einnig tveir móttökukælar.
  • Í vinnslusal er klakavél, 240L suðupottur, 20L farsvél , 5L mixer, vog og vinnuborð, hægt er að kæla vinnslurýmið. Þar eru einnig skurðarhnífar og laus skurðarbretti.
  • Inn af vinnslusal er ræstigeymsla með öllum þeim rekstrarvörum sem þarf til þrifa í matvælavinnslu. Þar eru einnig lager einnota hanska ásamt ruslapokum af ýmsum stærðum.
  • Inn af vinnslusal er þurrrými til vinnslu á þurrum og rokgjörnum efnum. Þar er hristisigti með mismunandi gatastærð.
  • Í tækjasal er hraðfrystir/hraðkælir, þrír kælihermar og frostþurrkari. Þar er einnig ísskápur sem má nota fyrir smærri sýni.
  • Frysting, hraðkæling: Í tækjasal er staðsettur hraðkælir/frystir þar er hægt að hraðkæla heit matvæli/sýni eða frysta matvæli/sýni sem geyma á á frystilager eða á kælum.
  • Inn af tækjasal er hitunarrými þar er blásturs/gufu/steikingarofn en einnig hægt að setja upp lausar eldavélahellur. Innaf tækjasal er pökkunarrými, þar eru tvær pökkunarvélar til lofttæmingar, suðulokunarkjaftur fyrir plastpoka, ekki vacuum. Þar eru einnig ísskápur og frystiskápur sem nýtast fyrir smærri sýni. Innaf pökkunarrými er umbúðalager.
  • Inn af pökkunarrými, er kælir og tveir frystar -18°C og -24°C.