Hágæðalifur – Lifrargull
Meginmarkmið verkefnisins er að auka nýtingu og um leið þekkingu á stöðugleika þorsklifrar í frosti eftir árstíma.
Verkefnastjóri
Meginmarkmið verkefnisins er að auka nýtingu og um leið þekkingu á stöðugleika þorsklifrar í frosti eftir árstíma. Með aukinni þekkingu á áhrifum árstíma, hráefnisgæða og geymsluaðstæðna á stöðugleika lifrar í frosti er hægt að tryggja að hráefni fyrir áframhaldandi vinnslu sé fáanlegt allt árið um kring. Mjög fáar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum þáttum og mun verkefnið skapa mikilvægar upplýsingar á breytileika og stöðugleika fitunnar sem skilar sér í stýrðari vinnslu á lifur og auka þar með nýtinguna til muna.
Styrkt af
- AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi
Samstarfsaðilar
- Brim hf.
- Lýsi hf.
- FISK Seafood hf.
- Akraborg ehf.