• MareFrame

MareFrame

Co-creating Ecosystem-based Fisheries Management Solutions

Í MareFrame verkefninu er áætlað að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi og finna leiðir til að auðvelda innleiðingu þess í Evrópu. Áhersla er lögð á vistvæna, sjálfbæra, félagslega og hagræna stjórnun. Einnig á samstarf við sjómenn, útgerðir og vinnslu ásamt öðrum hagsmunaaðilum sem koma að stjórnun fiskveiða.

Verkefnastjóri

Í MareFrame verkefninu er áætlað að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi og finna leiðir til að auðvelda innleiðingu þess í Evrópu. Áhersla er lögð á vistvæna, sjálfbæra, félagslega og hagræna stjórnun. Einnig á samstarf við sjómenn, útgerðir og vinnslu ásamt öðrum hagsmunaaðilum sem koma að stjórnun fiskveiða.

Þrír af hverjum fjórum fiskistofnum Evrópusambandsins eru ofveiddir í dag, þar af 47% stofna í Atlantshafi og 80% í Miðjarðarhafinu. Fiskveiðistefna Evrópusambandsins er í endurskoðun og er m.a. verið að leita leiða til að stemma stigum við ofveiði.

Eitt af markmiðum MareFrame verkefnisins er að byggja á því sem vel hefur tekist í íslenskri fiskveiðistjórnun, m.a. notkun á fjölstofnalíkaninu “Gadget” sem var þróað af íslenskum þátttakendum verkefnisins og er notað víða erlendis. Jafnframt því er horft til meira samstarfs við þá sem starfa að veiðum og vinnslu í sjávarútveginum sem og annarra hagsmunaaðila við þróun fiskveiðistjórnunarkerfa en það er lykilatriði við innleiðingu fiskveiðistjórnarkerfisins. Í því sambandi mun MareFrame þróa m.a. sjónrænt viðmót, tölvuleiki og tölvustudda námstækni til að koma niðurstöðum og stjórnunarleiðum á framfæri, en sú námstækni er afrakstur íslenskra rannsókna.

Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, er verkefnisstjóri og dr. Gunnar Stefánsson, prófessor hjá Raunvísindadeild Háskóla Íslands er vísindalegur verkefnisstjóri.

MareFrame verkefninu koma alls 28 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í 10 Evrópulöndum (Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Pólland, Bretland, Spánn, Ítalía, Rúmenía, Noregur og Ísland) ásamt Suður Afríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Project summary

Styrkt af

  • 7. rannsóknaáætlun Evrópu

Samstarfsaðilar

  • 28 stofnanir
  • fyrirtæki
  • háskólar í 13 löndum

Til baka í öll verkefni