Aur í áburð

Markmið verkefnisins er að greina innihald seyru í settjörn við fiskeldisstöð Silfurstjörnunnar mt.t. nýtingar sem áburðar við ræktun á svæðinu auk þess sem framkvæmd verður tilraunaræktun með seyru samanborið við notkun hefðbundins áburðar.

Markmið verkefnisins er að greina innihald seyru í settjörn við fiskeldisstöð Silfurstjörnunnar mt.t. nýtingar sem áburðar við ræktun á svæðinu auk þess sem framkvæmd verður tilraunaræktun með seyru samanborið við notkun hefðbundins áburðar. Við greiningu innihaldsefna er lögð megin áhersla á innihaldsefni hefðbundins áburðar en einnig innihaldsefni sem þekkt er að geta haft neikvæð áhrif á gróðurvöxt og/eða lög og reglugerðir kveða á um áhættumörk við matjurtaræktun. Markmið verkefnsins er ennfremur að þróa ferla til varðveislu mikilvægra næringarefna í seyrunni þannig að unnt sé með hagkvæmum hætti að vinna seyruna og geyma sem áburð til ræktunar.

Starfsmaður

Styrkt af

  • Vaxtarsamningur Norðausturlands (VAXNA)

Verkefnastjórnun

  • Silfurstjarnan hf
  • Benedikt Kristjánsson

Samstarfsaðilar

  • Silfurstjarnan hf. í Öxarfirði
  • Háskólinn á Akureyri

Til baka í öll verkefni