• Makrill_vefur

Vinnslueiginleikar makríls

Markmið verkefnisins er að rannsaka áhrif mismunandi hráefnisgæða á afurðargæði niðursoðins og heitreykts makríl. Verkefnið stuðlar að bættri þekkingu á áhrifum efna-, eðlis- og vinnslueiginleika makríls á afurðagæði neytendavara.

Markmið verkefnisins er að rannsaka áhrif mismunandi hráefnisgæða á afurðargæði niðursoðins og heitreykts makríl. Verkefnið stuðlar að bættri þekkingu á áhrifum efna-, eðlis- og vinnslueiginleika makríls á afurðagæði neytendavara. Verkefnið skilar sér meðal annars í öflugum þekkingarbanka á helstu áhrifaþáttum íslenskrar makrílvinnslu á vinnslunýtingu og afurðargæði makrílafurða. Sú þekking skiptir máli varðandi markaðssetningu á frosnum og kældum makríl, gefur leiðbeiningar um ákjósanlegar framleiðsluaðferðir með því að varpa ljósi á áhrif hráefnisvinnslu á afurðagæði unninnar vöru.

Styrkt af

  • AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Samstarfsaðilar

  • Síldarvinnslan hf.
  • Eskja hf.
  • Matarsmiðja Matís
  • HB Grandi
  • Samherji
  • Skinney-Þinganes
  • Ísfélag Vestmannaeyja
  • Hraðfrystihúsið Gunnvör

Til baka í öll verkefni