Norrænt korn - Ný tækifæri
Markmiðið með verkefninu er að stuðla að vexti og sjálfbærni á norðurslóðum með því að þróa kornrækt og hagnýtingu korns.
Verkefnastjóri
-
Ólafur Reykdal
Verkefnastjóri
olafur.reykdal ( hjá ) matis.is
+354 422 5098
Verkefnið mun stuðla að samstarfi milli Íslands, Færeyja, Norður-Noregs, Orkneyja og Nýfundnalands í kornrannsóknum og hagnýtingu korns. Samstarfið opnar möguleika fyrir bændur og fyrirtæki á aukinni kornframleiðslu til hagsbóta fyrir kornræktarhéruð. Niðurstöður kornræktartilrauna við ólíkar aðstæður leiða í ljós hvaða kornafbrigði eru heppilegust og veita bændum og rannsóknafólki mikilvægar upplýsingar til að hægt sé að hefja kornrækt á nýjum svæðum. Gæðakröfur verða þróaðar fyrir korn af mismunandi svæðum og verða þær viðmiðun í viðskiptum.
Styrkt af
- NORA
Samstarfsaðilar
- Landbúnaðarháskóli Íslands
- Agricultural Centre Færeyjum
- Agronomy Institute Orkney College Orkneyjum
- Forestry & Agrifood Agency Newfoundland Kanada
- BIOFORSK-NORD Noregi