• Bóluþang

Arsen: Nauðsynlegt frumefni í þangi?

Verkefnið snýr að greiningu á mismunandi tegundum á arseni í þangi og einnig er ætlunin að rannsaka hvernig umbreyting (e. transformation) á sér stað á eitruðu ólífrænu arseni sem tekið er upp af þörungum yfir í minna eitruð lífræn efnaform arsens.

Verkefnastjóri

Verkefnið snýr að greiningu á mismunandi tegundum á arseni í þangi og einnig er ætlunin að rannsaka hvernig umbreyting (e. transformation) á sér stað á eitruðu ólífrænu arseni sem tekið er upp af þörungum yfir í minna eitruð lífræn efnaform arsens.

Mikill áhugi er á matþörungum og nýtingu þeirra á Íslandi enda er þetta að mestu óplægður akur fyrir íslenskt sjávarfang og miklir möguleikar varðandi aukið verðmæti sjávarfangs ef vel tekst til. Hins vegar getur heildarstyrkur arsens í matþörungum verið mjög hár frá náttúrunnar hendi og í einstaka tilfellum t.d. tilviki japanskra Hiziki þörunga getur ólífrænt arsen verið hættulega hátt. Arsen finnst í ýmsum efnaformum og ekki er samband milli heildar-arsens og hins ólífræna eitraða arsens. Mikill skortur er á upplýsingum um styrk eitraðs ólífræns arsens í íslenskum matþörungum, því er nauðsynlegt  að mæla og rannsaka þá til að sannreyna öryggi þeirra. Um það snýst hluti verkefnisins og verða ýmsar tegundir íslenskra þörunga mældur hjá Matís.

Helsta nýnæmi verkefnisins snýr hins vegar að því að rannsaka gerð og mikilvægi fituleysanlegra arsentegunda og arsensykra í þangi. Reynt verður að svara því hvernig þessar arsentegundir eru framleidd í þanginu og einnig hvort arsenupptaka í þanginu og umbreyting séu háð umhverfisþáttum. Vonir standa til að þessar rannsóknir muni gefa upplýsingar um hvernig arsen, mögulega eitrað frumefni, er afeitrað í þangi og jafnvel einnig nýtt af lífverunni og geti því haft lífeðlisfræðilegt hlutverk. Þetta rannsóknarverkefni er unnið í samvinnu við Háskólann í Aberdeen í Skotlandi sem er leiðandi á sviði arsenrannsókna.

Styrkt af

  • Rannsóknasjóður Rannís

Samstarfsaðilar

  • Háskólinn í Aberdeen í Skotlandi

Til baka í öll verkefni