Auðgun norrænna sjávarrétta

Markmið verkefnisins er að auka virði sjávarfangs með árangursríkri vöruþróun til að framleiða tilbúna sjávarrétti með íbættum lífvirkum efnum unnum úr hafinu.

Verkefnastjóri

Markmið verkefnisins er að auka virði sjávarfangs með árangursríkri vöruþróun til að framleiða tilbúna sjávarrétti með íbættum lífvirkum efnum unnum úr hafinu. Stefnt er að því að  auka markaðshlutdeild fyrirtækja og ná til nýrra neytendahópa. Vörur verða þróaðar úr sjávarfangi með íbættum lífefnum með skilgreinda lífvirkni, eins og þörungadufti með andoxunarvirkni og til að minnka salt, hýdrólysötum til að auka próteininnihald og fiskfitu  til að auka omega-3 fitusýrur. Verkefnið felst í samstarfi framleiðenda sjávarrétta og rannnsóknafyrirtækja á Íslandi og í Finnlandi við  fyrirtæki sem framleiða innihaldsefni með skilgreindri lífvirkni á Íslandi og Noregi.

Styrkt af

  • Nordic Innovation

Samstarfsaðilar

  • VTT
  • Grímur kokkur
  • Marinox
  • Norður
  • BioActiveFoods
  • Hätälä Oy

Til baka í öll verkefni