Humarsoð kokksins
Í verkefninu Humarsoð Kokksins vöruþróun og markaðssetning var farið út í rannsókn á mörkuðum bæði innanlands og utan þar sem mikil áhersla var lögð á að kanna áhuga bæði neytenda og iðnaðareldhúsa fyrir afurðinni .
Verkefnastjóri
-
Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson
Stöðvarstjóri
vigfus.th.asbjornsson ( hjá ) matis.is
+354 422 5136
Í verkefninu Humarsoð Kokksins vöruþróun og markaðssetning var farið út í rannsókn á mörkuðum bæði innanlands og utan þar sem mikil áhersla var lögð á að kanna áhuga bæði neytenda og iðnaðareldhúsa fyrir afurðinni . Einnig voru leiðir inn á erlenda markaði rannsakaðar með það að markmiði að finna rétt markaðsland fyrir afurðina. Með niðurstöðum þeirra rannsóknar var ákveðið að sækja skildi með soðið inn á danska markaðinn í byrjun þar sem flækjustig inn á þann markað væri mun mynna en inn á marga aðra markaði . Afurðin var tekinn í gegnum nýtt hönnunarferli þar sem nýjar umbúðir og nýtt útlit var hannað sem nota mætti bæði á erlendum og innlendum mörkuðum sem gæfi sterklega til kynna íslenska sælkera sjávarafurð. 30% söluaukning náðist á innanlandsmarkaði árið 2012. Afurðin var kynnt í verslunum í Danmörku við góðar undirtektir þar sem það náðist að skapa viðskiptasambönd við 4 kaupendur sem mikinn áhuga hafa á að versla með afurðina á dönskum markaði 2013. Starfsgildi humarsoðsframleiðslunnar er eitt á ársgrundvelli og álitið er að starfsgildin verði 2 þegar framleiðsla fer á fullt fyrir danska markaðinn.
Styrkt af
- AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi
Samstarfsaðilar
- Mathúsið ehf